Tiana Ósk hljóp á 11,57 sekúndum og kom fyrst í mark í sínum undanriðli. Gamla Íslandsmetið var 11,63 sekúndur og átti Sunna Gestsdóttir það frá árinu 2004.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp í sama riðli og Tiana og varð í öðru sæti á 11,62 sekúndum og var því einnig undir gamla Íslandsmetinu.
Bæði Guðbjörg og Tiana áttu fyrir best 11,68 sekúndur.
Tiana og Guðbjörg fóru báðar áfram í úrslitin sem fara fram seinna í dag.
Frjálsíþróttasamband Íslands birti myndband af hlaupinu á Youtube rás sinni sem má sjá hér að neðan.