Jafnlaunavottun fór seint og hægt af stað en kominn góður gangur núna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 13:43 Steinunn Valdís heldur utan um jafnlaunavottun hjá forsætisráðuneytinu en ráðuneytið sér til þess að lögum sé framfylgt, sjálfstæðar vottunarstofur sjá um framkvæmdina. vísir/valli Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Kristrún sjálfkjörin en varaformanns- og ritaraslagur enn mögulegur „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Sjá meira
Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00