Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 09:21 Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts. Íslandspóstur Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. Þá er fyrirhugaður flutningur fyrirtækisins frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti en forstjóri fyrirtækisins, Birgir Jónsson, tilkynnti um breytingarnar á starfsmannafundi í höfuðstöðvum Íslandspósts í dag. Málefni Íslandspósts hafa verið til umræðu síðustu mánuði eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Ingimundur Sigurpálsson sagði af sér sem forstjóri í vor eftir 15 ára starf. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandspósts, segir í viðtali við fréttastofu að um hagræðingarbreytingar sé að ræða. Uppsagnir séu oft fylgifiskur slíkra aðgerða. Viðtalið má heyra hér að neðan.Klippa: Fækka framkvæmdastjórum hjá Íslandspósti Umræddar breytingar hafa verið samþykktar af stjórn Íslandspósts en í tilkynningu segir að megintilgangur þeirra sé að „setja þjónustu Íslandspósts í forgang,“ og að „viðskiptavinir geti sjálfir ákveðið með hvaða hætti þeir nýti þjónustu Póstsins.“ Framkvæmdastjórar hjá Íslandspósti voru fimm en þeim verður fækkað í þrjá, sem starfa munu á sviðum þjónustu og markaðar, fjármála og dreifingar. Helga Sigríður Böðvarsdóttir mun áfram leiða svið fjármála en nýr framkvæmdastjóri, sem hefur störf í sumar, hefur verið ráðinn til að stýra sviði þjónustu og markaðar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinað pósthúsa- og framkvæmdasvið. Hann stýrði áður pósthúsasviði. Þá mun Sigríður Indriðadóttir hér eftir vera titluð mannauðsstjóri og mun hún leiða mannauðsmál, sem nú heyra undir þróunarsvið. Birgir Jónsson verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Þá eru fyrirhugaðir flutningar frá Stórhöfða, þar sem skrifstofur Íslandspósts eru nú til húsa, yfir í skrifstofurými í Höfðabakka 9. Með flutningunum fæst töluverð hagræðing í húsnæðiskostnaði þar sem um umtalsvert færri fermetra er að ræða, að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Birgi Jónssyni forstjóra Íslandspóst í tilkynningunni að aðeins sé um að ræða fyrstu skref hagræðingar. „Framundan er mikil hagræðing og kostnaðaraðhald, en þó er mikilvægt að undirstrika að það verður gert án þess að þjónusta skerðist.“ Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ákveðið var að biðja Ríkisendurskoðun um að gera úttekt á málefnum fyrirtækisins í janúar síðastliðnum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45 Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Lætur af störfum eftir fjórtán ára starf sem forstjóri ÍSP Ingimundur Sigurpálsson lætur brátt af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Hann tilkynnti þetta á aðalfundi í gær. Neikvæður 500 milljóna viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra. Nýverið komst Ríkisábyrgðasjóður að 16. mars 2019 07:45
Fyrrverandi trommuleikari Dimmu nýr forstjóri Íslandspósts Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Íslandspósts og hefur þegar tekið til starfa. 28. maí 2019 09:27
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Skýrsla um Íslandspóst opinberuð í dag Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 25. júní 2019 06:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf