Náðu myndbandi af hinum dularfulla risasmokkfiski Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:30 Skjáskot úr myndbandinu sem bandarísku vísindamennirnir náðu. Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Bandarískum vísindamönnum tókst á dögunum að ná myndbandi af einni dularfyllstu skepnu undirdjúpanna, risasmokkfiski. Risasmokkfiskur er stærsta djúpsjávardýrið og er talið að risasmokkfiskar verði venjulega 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 kílóum og allt upp í 300 kíló að þyngd, að því er fram kemur á Vísindavefnum. Fjallað er um nýja myndbandið sem náðist af dýrinu á vef Washington Post. Myndbandið var tekið á 759 metra dýpi í Mexíkóflóa og er fyrsta myndbandið af lifandi risasmokkfiski sem næst í bandarískri lögsögu. Myndbandið var tekið í leiðangri 23 vísindamanna sem voru að rannsaka hvaða áhrif það hefur á skepnur að lifa í sjónum á um 1000 metra dýpi í algjöru myrkri. Talið er að risasmokkfiskurinn sem vísindamennirnir náðu að mynda sé að minnsta kosti þrír metrar á lengd. Það voru japanskir vísindamenn sem náðu fyrstu myndunum af lifandi risasmokkfiski í undirdjúpunum árið 2004. Þá náðu þeir einnig fyrstu sýnunum úr lifandi dýri af þessari tegund en að öðru leyti er þekking vísindamanna á risasmokkfisknum nær eingöngu bundin við þau hræ af dauðum dýrum sem skolað hefur á land í gegnum tíðina. Vegna þess hversu lítið er vitað um þessa dýrategund hafa margir þjóðsögur spunnist um risasmokkfiskinn og stærð hans og því meðal annars haldið fram að í undirdjúpunum lifi dýr sem sé allt að 20 metrar á lengd að því er segir í grein á Vísindavefnum. Sem dæmi um þjóðsögu sem talið er að megi rekja til risasmokkfisksins er sagan af sæskrímslinu Kraken, eða Krakanum, á Norðurlöndum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira