Fangelsisdómur vegna nauðgunar á Hressó staðfestur í Landsrétti Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 17:32 Brotið átti sér stað í febrúar árið 2016. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hemn Rasul Hamd 34 ára gamals karlmanns vegna nauðgunar aðfaranótt 14. febrúar 2016. Hemn var á sínum tíma settur í farbann en kom sér undan áður en lögregla gat birt honum ákæru í málinu, var hann því eftirlýstur um heim allan af Interpol í fyrra. Hemn sat í gæsluvarðhaldi hérlendis frá 18. september 2018.Sjá einnig: Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Dómur í málinu féll 11. desember síðastliðinn og var Hemn sakfelldur af Héraðsdómi og dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar eins og áður sagði, þá var hann einnig dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.500.000 króna. Ákærði áfrýjaði dómnum 9. janúar síðastliðinn og var málið í kjölfarið tekið fyrir af Landsrétti. Landsréttur kvað á um að hinn áfrýjaði dómur skyldi óraskaður um annað en miskabætur, miskabætur ákærða til brotaþola hækkuðu um 300.000 kr og er ákærða því skylt að greiða brotaþola 1.800.000 krónur auk áfrýjunarkostnaðar.Sjá einnig: Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi á síðasta ári kom fram að ákærði játaði að hafa haft samræði við brotaþola á salerni veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 14. Desember en bar því fyrir sér að brotaþoli hafi verið samþykk. Fallist var hins vegar á framburð brotaþola sem þótti trúverðugur á sama tíma og framburður ákærða þótti ótrúverðugur. Þá fundust ummerki um slævandi lyf í þvagsýni brotaþola auk áverka sem gætu samræmst hálstaki, auk annarra eymsla víðs vegar um líkama brotaþolaHinn grunaði er 33 ára gamall.InterpolDóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hemn Rasul Hamd 34 ára gamals karlmanns vegna nauðgunar aðfaranótt 14. febrúar 2016. Hemn var á sínum tíma settur í farbann en kom sér undan áður en lögregla gat birt honum ákæru í málinu, var hann því eftirlýstur um heim allan af Interpol í fyrra. Hemn sat í gæsluvarðhaldi hérlendis frá 18. september 2018.Sjá einnig: Í farbanni grunaður um nauðgun en komst samt úr landi Dómur í málinu féll 11. desember síðastliðinn og var Hemn sakfelldur af Héraðsdómi og dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar eins og áður sagði, þá var hann einnig dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1.500.000 króna. Ákærði áfrýjaði dómnum 9. janúar síðastliðinn og var málið í kjölfarið tekið fyrir af Landsrétti. Landsréttur kvað á um að hinn áfrýjaði dómur skyldi óraskaður um annað en miskabætur, miskabætur ákærða til brotaþola hækkuðu um 300.000 kr og er ákærða því skylt að greiða brotaþola 1.800.000 krónur auk áfrýjunarkostnaðar.Sjá einnig: Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi á síðasta ári kom fram að ákærði játaði að hafa haft samræði við brotaþola á salerni veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 14. Desember en bar því fyrir sér að brotaþoli hafi verið samþykk. Fallist var hins vegar á framburð brotaþola sem þótti trúverðugur á sama tíma og framburður ákærða þótti ótrúverðugur. Þá fundust ummerki um slævandi lyf í þvagsýni brotaþola auk áverka sem gætu samræmst hálstaki, auk annarra eymsla víðs vegar um líkama brotaþolaHinn grunaði er 33 ára gamall.InterpolDóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira