Rannsókn á Deutsche Bank teygir anga sína til Trump Eiður Þór Árnason skrifar 20. júní 2019 11:07 Hlutabréfaverð Deutsche Bank er í sögulegum lægðum á sama tíma og starfsemi bankans er til skoðunar hjá bandarískum eftirlitsstofnunum. Getty/Win McNamee Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa tekið til skoðunar hvort þýski fjármálarisinn Deutsche Bank hafi framfylgt lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir peningaþvætti og annað glæpsamlegt athæfi. New York Times greinir frá þessu og hefur heimildir fyrir því að athugunin kunni að teygja anga sína til viðskipta Trump fjölskyldunnar. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort starfsmenn bankans hafi brugðist fyllilega við grunsamlegum peningatilfærslum. Sumar þeirra kunna að tengjast Jared Kushner, tengdasyni og einum nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrrverandi starfsmenn bankans hafa áður tjáð sig opinberlega um tilfelli þar sem yfirmenn innan bankans hafa tekið ákvörðun um að tilkynna ekki grunsamlega virkni tengda fyrirtækjum Jared Kushner og Donald Trump. Rannsóknin á Deutsche Bank vekur athygli í ljósi þess að bankinn hefur átt í miklum viðskiptum við fyrirtæki Trump fjölskyldunnar í gegnum tíðina og er talinn vera einn þeirra helsti lánveitandi. Athugunin er sögð vera hluti af viðamikilli rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum þætti fjármálastofnana þar í landi á ólöglegu flæði fjármagns.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hunsuðu viðvaranir um grunsamlegar færslur tengdar Trump og Kushner Starfsmenn Deutsche Bank töldu ástæðu til að tilkynna yfirvöldum um grunsamlegar færslur en stjórnendur höfðu ábendingar þeirra að engu. 20. maí 2019 11:03
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46