Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 13:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Sjá meira