Kawhi Leonard, besti leikmaður úrslita NBA-deildarinnar á síðasta tímabili, og Paul George eru á förum til Los Angeles Clippers. Adrian Wojnarowski hjá ESPN greinir frá.
Beðið hafði verið eftir að Leonard tæki ákvörðun um framtíð sína. Hann lék með Toronto Raptors á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta meistaratitil.
Leonard var með lausan samning eftir tímabilið og ræddi við Toronto og Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers. Síðastnefnda liðið varð á endanum fyrir valinu.
Ein af forsendunum fyrir því var að Clippers landaði öðrum feitum bita á leikmannamarkaðinum, Paul George frá Oklahoma City Thunder.
Í staðinn fyrir George fær Oklahoma gommu af valréttum í nýliðavalinu næstu ár auk leikstjórnandans Shai Gilgeous-Alexander og framherjans Danilo Gallinari.
Eins og áður sagði varð Leonard meistari með Toronto í vetur og valinn besti leikmaður úrslitanna þar sem Toronto vann Golden State Warriors, 4-2. Leonard gerir fjögurra ára samning við Clippers sem færir honum 142 milljónir Bandaríkjadala í laun.
George átti sitt besta tímabil á ferlinum í vetur og var þriðji í valinu á verðmætasta leikmanni tímabilsins. Hann skoraði 28,0 stig, tók 8,2 fráköst og gaf 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik og var valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins.
Leonard og George sameinast hjá Clippers
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn



Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld
Körfubolti