Ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins hefur leitað til lögmanns og ætlar að kæra nýsamþykkt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðarárdalnum til skipulagsráðs. Skipulagið var samþykkt í borgarráði í gær.Tillagan var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutans gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í tillögunni felst uppbygging á sérstökum gróðurhvelfingum við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að gerð sé krafa um að málinu verði frestað og efnislega verði greint frá því með hvaða hætti Reykjavíkurborg hafi brugðist við athugasemdum Umhverfisstofnunarinnar. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að ósætti ríki með tillöguna og meðferð sem hún hlaut innan borgarinnar. Hann segir að ekki hafi verið hlustað á athugasemdir og þeim ekki svarað. „Því að þetta er farið þannig í gegn að engum athugasemdum er svarað. Það er ekki hlustað mikið á það fólk sem gerir athugasemdir og alvarlegar athugsemdir. Það er allt í þessu ferli sem er hálfpartinn pönkast í gegn,“ sagði Halldór Páll. Fréttastofa náði tali af borgarstjóra í dag sem sagði að öllum athugasemdum hafi verið svarað. Hins vegar hafi svörin ekki borist ennþá þar sem þau séu lögð fyrir skipulagsráð áður en þau eru send út. Hann segir því eðlilegt að svörin hafi ekki borist viðkomandi daginn eftir fund borgarráðs. Halldór segir að leitað verði til lögmanns í næstu viku og kæra verði lögð fram til skipulagsráðs. „Við munum leita til lögmanns í næstu viku, leggja fram kæru og í framhaldinu verður farið beint í það að undirbúa undirskriftasöfnun til að knýja fram íbúðakosningu um þetta skipulag. Því þetta er ekkert eðlilegt hvernig þessu hefur veirð haldið fram,“ sagði Halldór.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30 Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Segir að áhyggjum Umhverfisstofnunar um Stekkjarbakka hafi verið svarað ítarlega Umdeild tillaga um deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka í Elliðaárdalnum var samþykkt í borgarráði í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur. 5. júlí 2019 12:30
Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. 5. júlí 2019 07:15