Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 12:00 Hér sést Skaftafellsjökull sem er innan þjóðgarðsins. vísir/vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vatnajökulsþjóðgarður verður þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skrána en þar eru fyrir Þingvellir sem fór á heimsminjaskrá árið 2004 og Surtsey sem var tekin inn árið 2008. Ákvörðun um að taka þjóðgarðinn inn á heimsminjaskrá var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytanna. Þar segir jafnframt: „Svæðið er einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúrunnar, samspils elds og íss og þeirrar jarðfræðilegu fjölbreytni sem af því leiðir og er sýnileg á yfirborði þjóðgarðsins. Landsvæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12% Íslands eru þannig komin á heimsminjaskrá UNESCO sem einstakar náttúruminjar. Tillaga ríkisstjórnarinnar um að Vatnajökulsþjóðgarði yrði bætt á heimsminjaskrána var afhent skrifstofu heimsminjasamningsins í París í lok janúar 2018. Frá þeim tíma hefur tillagan verið til gaumgæfilegrar skoðunar og úttektar hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN sem eru heimsminjanefndinni til aðstoðar við að meta heimsminjagildi, upprunaleika, heilleika og verndarstöðu staða sem tilnefndir eru á skrána vegna náttúrufars. Auk þess að vera viðurkenning á einstakri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsvísu er ákvörðun heimsminjanefndarinnar viðurkenning á þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að stofna þennan víðfeðma þjóðgarð og mikilvægur stuðningur við verndun og stjórnun svæðisins.“ Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningunni að það verði án efa lyftistöng fyrir svæðið og orðspor þess að þjóðgarðurinn sé kominn á heimsminjaskrá. „Við berum ábyrgð á þessu stórbrotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heiminn og framtíðina. Ég fagna þessum mikilvæga áfanga og þakka þeim fjölmörgu sem unnið hafa ötullega að þessu markmiði undanfarin ár,“ segir Lilja. „Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heimsminjaskrána er stórbrotin – með ævintýralegum hraunmyndunum, svörtum söndum, fágætum gróðurvinjum, víðernum sem eiga sér fáa líka, minjum um stórkostleg hamfarahlaup og jöklum sem geyma ótrúlega sögu og endurspegla um leið loftslagsvána. Afar óvenjulegt er að svo stór hluti lands sé á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er sannarlega gleðidagur,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í tilkynningunni. Heimsminjasamningur Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Með samningnum viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem það er talið skaða arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur.Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Hornafjörður Norðurþing Skaftárhreppur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vatnajökulsþjóðgarður verður þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skrána en þar eru fyrir Þingvellir sem fór á heimsminjaskrá árið 2004 og Surtsey sem var tekin inn árið 2008. Ákvörðun um að taka þjóðgarðinn inn á heimsminjaskrá var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytanna. Þar segir jafnframt: „Svæðið er einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúrunnar, samspils elds og íss og þeirrar jarðfræðilegu fjölbreytni sem af því leiðir og er sýnileg á yfirborði þjóðgarðsins. Landsvæðið sem um ræðir er afar stórt og um 12% Íslands eru þannig komin á heimsminjaskrá UNESCO sem einstakar náttúruminjar. Tillaga ríkisstjórnarinnar um að Vatnajökulsþjóðgarði yrði bætt á heimsminjaskrána var afhent skrifstofu heimsminjasamningsins í París í lok janúar 2018. Frá þeim tíma hefur tillagan verið til gaumgæfilegrar skoðunar og úttektar hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN sem eru heimsminjanefndinni til aðstoðar við að meta heimsminjagildi, upprunaleika, heilleika og verndarstöðu staða sem tilnefndir eru á skrána vegna náttúrufars. Auk þess að vera viðurkenning á einstakri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsvísu er ákvörðun heimsminjanefndarinnar viðurkenning á þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að stofna þennan víðfeðma þjóðgarð og mikilvægur stuðningur við verndun og stjórnun svæðisins.“ Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningunni að það verði án efa lyftistöng fyrir svæðið og orðspor þess að þjóðgarðurinn sé kominn á heimsminjaskrá. „Við berum ábyrgð á þessu stórbrotna landi, ekki aðeins fyrir okkur sjálf – heldur heiminn og framtíðina. Ég fagna þessum mikilvæga áfanga og þakka þeim fjölmörgu sem unnið hafa ötullega að þessu markmiði undanfarin ár,“ segir Lilja. „Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heimsminjaskrána er stórbrotin – með ævintýralegum hraunmyndunum, svörtum söndum, fágætum gróðurvinjum, víðernum sem eiga sér fáa líka, minjum um stórkostleg hamfarahlaup og jöklum sem geyma ótrúlega sögu og endurspegla um leið loftslagsvána. Afar óvenjulegt er að svo stór hluti lands sé á heimsminjaskrá UNESCO. Þetta er sannarlega gleðidagur,“ er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í tilkynningunni. Heimsminjasamningur Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins grundvallast á þeirri forsendu að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi sem slíkir að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Með samningnum viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem það er talið skaða arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Hornafjörður Norðurþing Skaftárhreppur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira