Suðurlandsvegi var lokað vegna slyssins en hann var opnaður um klukkan 13:45.
Slysið varð á ellefta tímanum þegar fólksbifreið ók í veg fyrir rútu. Samkvæmt upplýsingum frá brunavörnum Rangárvallasýslu slösuðust tvö, þar af einn alvarlega, en þó með meðvitund.
Sá var ökumaður bílsins en við áreksturinn festist hann inni í bifreiðinni. Hann var síðan losaður og fluttur á slysadeild ásamt konu sinni, sem var minna slösuð. Engin slys urðu á farþegum eða bílstjóra rútunnar, eftir því sem fréttastofa kemst næst.
Ekki er talið að um lífshættulega áverka sé að ræða.
Rannsókn lögreglu er enn í gangi á vettvangi.
Fréttin var uppfærð klukkan 13:57.
