Leikarinn Terry Crews segir að vinna muni hefjast við undirbúning framhalds grínmyndarinnar White Chicks frá árinu 2004. Crews greindi frá því í spjallþætti Andy Cohen, Watch What Happens Live að hann hafi hitt Wayans bræður sem léku aðalhlutverkin í myndinni.
„Ég hitti Shawn Wayans og hann var alveg klár,“ sagði Crews og bætti við að hann hafi haldið sér í formi síðustu 15 ár til þess að vera tilbúinn til að takast á við hlutverk sitt sem körfuboltastjarnan Latrell Spencer að nýju.
Í kvikmyndinni White Chicks frá 2004 leika Wayans bræður FBI útsendara sem dulbúa sig sem hvítar konur við rannsókn á mannránum. Myndin fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en sló rækilega í gegn hjá áhorfendum og var ein stærsta grínmynd ársins.
Terry Crews boðar framhald White Chicks
Andri Eysteinsson skrifar
