Ekki er að sjá að Heru Björk sé mjög brugðið vegna þessa, þvert á móti þá hæðist Hera Björk að hakkaranum.
„Ef þið verðið svo heppin að sjá af mér undarlegar myndir á alnetinu og lesa allskyns skrítin skilaboð í mínu nafni að þá bara „lay back and enjoy“,“ segir Hera Björk og blikkar vini sína. Hvergi bangin.
„Ég fæ núna daglegar hótanir frá hakkara sem vill fá góðan slatta af "bitkrónum" ellegar birti hann af mér myndir og videó sem hann fullyrðir að sé efni í mjöööög bláann og mjööög langan skemmtiþátt... mama still got it apperantly. Elsku krúttið hótar að birta og senda öllum sem ég þekki allskyns gúmmilaði sem á að vera í tölvunni minni,“ segir Hera Björk og bendir lesendum á að rétt sé að kaupa kók og skella maisbaunum í pott. Því þetta verði víst söguleg sýning.
Þessi tilkynning Heru hefur vakið mikla athygli og keppast vinir og aðdáendur Heru við að draga þennan hakkara sundur og saman í háði og spéi.