„Segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:30 Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Lucy Bronze hefur þegar unnið Meistaradeildina á þessu ári og nú er hún með augum á heimsmeistaratitlinum. Verkefnin verða hins vegar ekki erfiðari en verkefni kvöldsins. Enska landsliðið mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í Lyon í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleik HM í Frakklandi. Lucy Bronze er ein af stjörnuleikmönnum franska liðsins Lyon sem vann Meistaradeildina í maí en hlutverk hennar í enska landsliðinu er jafnvel enn stærra. Phil Neville, þjálfari enska landsliðsins, hefur verið óhræddur við yfirlýsingarnar þegar kemur að Lucy Bronze. Hún spilar sem hægri bakvörður og er mikilvæg fyrir sóknarleikinn auk þess sem fáir komast fram hjá henni hinum megin á vellinum. Eftir leikinn á móti Noregi í átta liða úrslitunum, þar sem Lucy Bronze lagði upp fyrsta markið eftir glæsilegan sprett og skoraði síðan lokamarkið með frábæru skoti, þá var Neville í miklum yfirlýsingaham. Neville sagði að Lucy Bronze væri besta knattspyrnukona heims eftir leikinn en Lucy sjálf var ekki alveg eins kokhraust á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleikinn á móti Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan má sjá hana á blaðamannafundinum fyrir undanúrslitaleikinn."He tells me I'm the best player in the world every day" Lucy Bronze has played down the glowing compliments made by #ENG manager Phil Neville about her. pic.twitter.com/hD4z6bcSU4 — Sky Sports News (@SkySportsNews) July 2, 2019„Phil segir við mig á hverjum degi að ég sé sú besta í heimi,“ sagði Lucy Bronze á blaðamannafundinum en hún þvertekur fyrir það sjálf að hún sé sú besta í heimi. „Það er yndislegt að hann hafi svona mikla trú á mér en þetta setur enga pressu á mig. Mér finnst sjálfri að ég sé ekki alveg komin þangað enn þá. Ég er enn að reyna að bæta minn leik og verða betri leikmaður. Ég stefni að því á hverjum degi,“ sagði Lucy Bronze „Það er gaman að fá svona mikið hrós frá honum þótt að ég trúi honum ekki. Ég held að ég komist aldrei þangað en ég mun reyna mitt besta,“ sagði Lucy Bronze.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira