Sagði lögreglu að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustunni hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2019 15:49 Árásin átti sér stað á Neskaupstað. Vísir/Vilhelm Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér. Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Árásarmaðurinn í hnífstungumálinu á Neskaupstað var ástfanginn af kærustu þess sem hann stakk. Þetta sagði brotaþoli við lögregluna stuttu eftir árásina að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Austurlands sem Landsréttur staðfesti í gær. Í úrskurðinum segir að rétt fyrir miðnætti aðfaranótt 11. júlí hafi nágranni fórnarlambsins kallað til lögreglu vegna manns sem stunginn hafði verið með hnífi og lægi alblóðugur fyrir utan dyrnar hjá sér. Taldi nágranninn sig vita hver árásarmaðurinn væri og á hvaða leið hann væri. Lögregla hafði uppi á árásarmanninum stuttu síðar og streittist hann ekki á móti við handtöku. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð. Í úrskurðinum segir einnig að lögreglumaður sem fór á vettvang hafi fundið brotaþola liggjandi fyrir utan útidyrahurð nágranna síns. Hann hafi verið með stungusár víðs vegar um líkamann, mikla blæðingu og skerta meðvitund. Þrátt fyrir skerta meðvitund var brotaþola unnt að greina frá því hvað átti sér stað og hver réðst á hann. Sagði hann lögreglunni frá því að árásarmaðurinn væri ástfanginn af kærustu hans. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, skera hana á háls og drepa.Lýsir því hvernig árásarmaðurinn horfði á hann í gegnum rúðuna Nágranninn sem gerði lögreglu viðvart lýsir því að hann hafi verið að fara að sofa þegar mikil læti og harkalegt bank hafi borist frá útidyrahurð húss hans. Hann hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í hurðinni. Opnaði hann dyrnar og hrundi brotaþoli inn alblóðugur. Því næst hafi nágranninn stuggað brotaþola aftur út og lokað hurðinni af ótta við að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans og gera honum eða fjölskyldu hans mein. Hann hafi í kjölfarið hringt á lögregluna. Nágranninn lýsir því síðan hvernig hann hafi farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan húsið, með hnífa í báðum höndum. Hann hafi litið út fyrir að vera að leita að þeim sem hann hafði stungið. Kærði hafi bankað lauslega með hnífunum á rúðuna og horft á vitnið. Á meðan hafi brotaþoli legið í felum fyrir aftan bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan. Því næst lýsir nágranninn því að kærði hafi gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við bílaplanið og haldið fótgangandi í burt. Lögreglu hafi borið að stuttu síðar. Landsréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem verður í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram maðurinn sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða hættulega líkamsáras. Geti hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.Úrskurðinn má nálgast hér.
Dómsmál Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40 Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51 Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Rannsókn á hnífstungu í Neskaupstað miðar ágætlega Rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudags gengur ágætlega að sögn Elvars Óskarssonar lögreglufulltrúa sem stýrir rannsóknardeildinni. 15. júlí 2019 10:40
Einn í haldi eftir hnífstungu í Neskaupstað Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 07:51
Líðan stöðug eftir hnífstunguárás Einn er í haldi lögreglunnar á Austurlandi eftir hnífstungu í heimahúsi í Neskaupstað í nótt. 11. júlí 2019 14:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps. 11. júlí 2019 17:37