Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 19:01 Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu. skjáskot Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“ Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“
Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira