Þrír dæmdir til dauða fyrir Marokkó-morðin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2019 15:56 Þrír liðsmenn samtaka sem kenna sig við íslamskt ríki voru í dag dæmdir til dauða fyrir morðin á tveimur ungum norrænum konum. Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þrír menn voru í Marokkó í dag dæmdir til dauðarefsingar fyrir að hafa orðið tveimur norrænum háskólanemum að bana í desember á síðasta ári. Morðin á hinni norsku Maren Ueland, 28 ára, og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen, 24 ára, vöktu mikla athygli á sínum tíma og komu illa við samvisku heimsbyggðarinnar en í desember á síðasta ári réðust fjórir menn á ungu konurnar og myrtu þær með hrottafengnum hætti. Þær Ueland og Jespersen voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookDanski ríkisfjölmiðillinn greinir frá því að þremenningarnir hafi játað fyrir dómi að hafa orðið konunum að bana. Það hafi þeir gert með stuðningi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Viku áður en höfuðpaurarnir létu til skarar skríða höfðu þeir svarið samtökunum hollustueið. Frá upphafi var talið að fjórir hefðu ráðist á konurnar en hinn fjórði fékk ekki dauðarefsingu en hann hlaut aftur á móti lífstíðarfangelsi. Aðrir tuttugu voru ákærðir í tengslum við Marokkó-morðin en þeir hlutu ýmist 5-25 ára fangelsisdóma í dag. Fyrir dómi sögðust nokkrir þeirra vera saklausir. Eina ástæðan fyrir því að þeir hefðu verið ákærðir séu tengsl þeirra við höfuðpauranna. Þrátt fyrir að mennirnir hafi hlotið dauðadóm í dag er alls óvíst að þeim dómi verði nokkurn tímann framfylgt. Þannig hefur enginn dauðadæmdur fangi verið tekinn af lífi í Marokkó frá árinu 1993 þrátt fyrir að um hundrað fangar sem hafa hlotið dauðadóm séu nú í fangelsum landsins.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Játar að hafa afhöfðað aðra stúlkuna í Marokkó Hinn 25 ára gamli Ejjoud játaði sekt sína í réttarsal. 31. maí 2019 12:56
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43