
Hræðsluáróður
Nú má reyndar vel vera að einhverjir í orkugeiranum þykist lengi hafa séð þessa þróun fyrir en þá má spyrja hvort þeir hinir sömu hafi upplýst stjórnvöld um þessa vitneskju sína á þeim tíma sem þeir áttuðu sig á ástandinu. Og ef þeir gerðu það, af hverju upplýstu stjórnvöld, fulltrúar almennings, ekki þjóð sína um yfirvofandi orkuskort? Af hverju er allt í einu núna farið að ræða um raforkuskort innan skamms tíma og jafnvel rætt fjálglega um skömmtun á rafmagni? Iðnaðarráðherra lætur teyma sig inn í þennan leik og segir stjórnvöld taka þessar nýjustu ábendingar úr orkugeiranum alvarlega. Stjórnvöld ættu einmitt að taka þeim með hæfilegri varúð, einhverjir gætu nefnilega verið að draga þau inn í áróðursstríð sem beinist gegn þeim einstaklingum sem vilja fara varlega í virkjanaáformum og vernda ómetanlegar náttúruperlur svo þær verði ekki virkjanaæði að bráð.
Ýmsir fulltrúar orkugeirans og kónar þeirra sem vara við raforkuskorti kunna greinilega ýmislegt fyrir sér í áróðri. Þannig senda þeir skilaboð til almennings og tónninn er eitthvað á þessa leið: „Eruð þið tilbúin til að fórna hluta af þægilegum lífsstíl ykkar og vera án orku í þó nokkurn tíma vegna þess að til er fólk sem er án jarðsambands og vill ekki sjá virkjanir? Sjáið þið til dæmis lætin út af Hvalárvirkjun sem er mikið framfaramál, en í stað þess að átta sig á því jarmar þetta sama fólk út af einhverjum fossum sem á að þurrka upp í þágu atvinnuuppbyggingar.“
Vitaskuld sjá ekki allir gegnum þennan blygðunarlausa og ósvífna áróður og sumir ganga honum glaðir á hönd.
Í þessu máli er því miður ekki hægt að treysta á dómgreind stjórnvalda. Einhver kynni að sjá vonarglætu í þeirri staðreynd að Vinstri græn leiða ríkisstjórn en því miður hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn dregið mjög úr hugsjónakrafti þeirra. Meira að segja umhverfisráðherrann, sem er drengur góður, virðist ekki til stórræðanna þegar kemur að því að vernda náttúruna gegn virkjanasóðunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ríkisstjórn virðast svo ekki hafa vott af áhuga á náttúruvernd og eru einmitt líklegir til að breiða út faðminn og móttaka áróður orkugeirans með gleði í hjarta, um leið og þeir kinka samþykkjandi kolli yfir enn frekari virkjanaáformum þar sem náttúruperlum er fórnað eins og ekkert sé.
Skoðun

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar