Er Ísland bananalýðveldi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. júlí 2019 08:30 Almennt finnst mönnum, að við séum menntuð og vel siðuð þjóð, með háþróað þjóðfélag og góðar reglur og lög, sem gildi og menn fari eftir. Spilling og klíkuskapur sé hverfandi og flest, sem gerist í þjóðfélaginu, sé undir góðu eftirliti og stjórn. Auðvitað vitum við, að sumt mætti betur fara, en það er ekki margt og vart tiltökumál. Þannig hugsar meðaljóninn væntanlega. 2004 byrjaði viðskiptafulltrúi Íslands í New York að láta gera skoðanakannanir á því, hver afstaða Bandaríkjamanna til Íslands væri. Var heiti verkefnisins „Iceland Naturally“. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir menn; m.a. var spurt um afstöðuna til hvalveiða og hvalveiðiþjóða. 2004 sögðust 38% Bandaríkjamanna ekki mundu kaupa neinar afurðir frá hvalveiðiþjóð. Þetta hlutfall jókst ár frá ári, og 2018 var það hlutfall Bandaríkjamanna, sem engar afurðir vildi kaupa frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar, komið upp í 49%; helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki kaupa neinar afurðir hvalveiðiþjóðar. Verður að teljast sjálfgefið, að þessi neikvæða afstaða helmings Bandaríkjamanna hafi líka gilt um ferðalög til hvalveiðilands. „Iceland Naturally“ skýrslan var og er „opinbert gagn“, undir handhöfn utanríkisráðherra – og þar með væntanlega fyrirliggjandi í ríkisstjórn – en þess hefur þó verið gætt, að almenningur hefði ekki aðgang að þessum skýrslum. Í janúar sl. gaf Háskóli Íslands út skýrslu undir nafninu „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Verkið var unnið fyrir sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn, og höfðu skýrsluhöfundar auðvitað fullan aðgang að heimildum og gögnum opinberra stofnana. Í skýrslunni segir m.a.: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Var „Iceland Naturally“ gögnunum haldið frá skýrsluhöfundum, eða kusu þeir að þegja yfir þeim stórlega neikvæðu og skaðlegu áhrifum hvalveiða, á íslenzkt efnahagslíf, sem þar koma fram? 25. marz sl. svarar ferðamálaráðherra fyrirspurn frá Guðmundi Andra um áhrif hvalveiða á Alþingi. Hún segir m.a. þetta: „…?en ekki hefur verið sýnt fram á að hvalveiðar Íslendinga hafi neikvæð áhrif á komu ferðamanna?…“. Svo kemur það, sem verra er: „Einhverjar sérkannanir og athuganir hafa verið gerðar á áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustuna?… en þær hafa verið stopular og eru nú löngu úreltar“. Gleymdi ferðamálaráðherra hér „Iceland Naturally“ könnununum, fyrir Bandaríkin og Kanada, sem hafa farið fram reglulega frá 2004 fram til 2018, í fyrra, sem í þessum skilningi er glæný könnun og niðurstaða, eða vildi hún vísvitandi leyna því, að helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki skipta við hvalveiðiþjóð? Langt teygja sig áhrifaarmar hvalveiðiklíku. 28. maí 2009 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra út reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalafurðum. Tók reglugerðin gildi 1. júní 2010. Skv. gr. 10 skyldi framkvæma hvalskurð í lokuðu rými, með þaki, til að tryggja nægilegt hreinlæti og hollustu kjötsins. Áður hafði þessi hvalskurður farið fram á opnu rými, undir berum himni, sem ekki gat talizt fullnægjandi hreinlæti eða trygging á matvælaöryggi og gæðum. Hvalur hf. hunzaði þessa reglugerð og skýr ákvæði hennar – hafði sama verkunarhátt á og verið hafði frá 1949 – og Matvælastofnun, sem er eftirlitsaðili með þessari vinnslu, lét það gott heita og viðgangast átölulítið í 8 ár. Og, ekki stóð á því, að Hvalur fengi ný starfsleyfi fyrir verkun og veiðileyfi ár hvert; ekkert mál. Eftir 8 ára vanrækslu og leyfisbrot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þorgerði Katrínu þorði hann ekki. Sendi hann nýjum ráðherra einfaldlega tölvupóst með reglugerðinni frá 2009, strikaði þar sumt út og breytti öðru, bara svona með kúlupenna, felldi auðvitað niður óþægilegt ákvæði um lokað rými og óþarfa hollustuhætti við hvalskurð, og skellti þessu svo bara á nafna sinn Júlíusson. Sá hafði hraðar hendur, og breytti texta reglugerðarinnar, nákvæmlega skv. forskrift nafna síns Loftssonar. Gaf svo út nýja reglugerð um verkun hvalkjöts tíu dögum seinna, 25. maí 2018. Þetta var auðvitað létt flétta milli vina og Samherja. Í maí 2014 fékk Hvalur langreyðaveiðileyfi fyrir veiðitímabilið 2014-2018. Í 5. grein leyfis segir, að skipstjórar Hvals skuli halda nákvæmar veiðidagbækur, með númeruðum síðum og færslu á 16 atriðum, um veiðar, hvern veiðidag. Þessum bókum skuli svo skilað til Fiskistofu, í lok hverrar vertíðar. Þessar bækur eru auðvitað bráðnauðsynlegt gagn fyrir eftirlitsstjórnvöld, og eiga að tryggja það, að veiðar fari fram með réttum og löglegum hætti. Í fyrra kom í ljós, að Hvalur hafði ekki skilað inn neinum dagbókum fyrir 2014-2018, og fékk Fiskistofa þær ekki, þrátt fyrir eftirgangsmuni. Fiskistofustjóri var úrræðalaus. Auðvitað var svona minniháttar misskilningur ekkert mál fyrir sjávarútvegsráðherrann, og virtist hann kenna Fiskistofu um, að hafa ekki kreist bækurnar út úr Hval. Alla vega fór ráðherrann létt með það að veita Hval nýtt fimm ára veiðileyfi, þann 5. júlí sl., tók reyndar fram, að nú bæri Hval að skila dagbókum, „að eigin frumkvæði“. Þetta var auðvitað mikil viðbótarkvöð, þó að ekki sé vitað, hver annar hafi átt að eiga frumkvæðið fyrir, og ekki datt ráðherra í huga, að krefjast dagbókanna fyrir veiðitímabilið 2014-2018 og setja afhendingu þeirra sem skilyrði fyrir nýju leyfi. Hafði Fiskistofa, eftirlitsaðili hvalveiða, þó mælt með slíku skilyrði. Auðvitað mega Samherjar ekki flækja málin of mikið fyrir hvorum eða hverjum öðrum. Ef Ísland er bananalýðveldi og skipa ætti höfuðpaur í því, þá virðist augljóst, hver sjálfskipaður væri.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Almennt finnst mönnum, að við séum menntuð og vel siðuð þjóð, með háþróað þjóðfélag og góðar reglur og lög, sem gildi og menn fari eftir. Spilling og klíkuskapur sé hverfandi og flest, sem gerist í þjóðfélaginu, sé undir góðu eftirliti og stjórn. Auðvitað vitum við, að sumt mætti betur fara, en það er ekki margt og vart tiltökumál. Þannig hugsar meðaljóninn væntanlega. 2004 byrjaði viðskiptafulltrúi Íslands í New York að láta gera skoðanakannanir á því, hver afstaða Bandaríkjamanna til Íslands væri. Var heiti verkefnisins „Iceland Naturally“. Margvíslegar spurningar voru lagðar fyrir menn; m.a. var spurt um afstöðuna til hvalveiða og hvalveiðiþjóða. 2004 sögðust 38% Bandaríkjamanna ekki mundu kaupa neinar afurðir frá hvalveiðiþjóð. Þetta hlutfall jókst ár frá ári, og 2018 var það hlutfall Bandaríkjamanna, sem engar afurðir vildi kaupa frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar, komið upp í 49%; helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki kaupa neinar afurðir hvalveiðiþjóðar. Verður að teljast sjálfgefið, að þessi neikvæða afstaða helmings Bandaríkjamanna hafi líka gilt um ferðalög til hvalveiðilands. „Iceland Naturally“ skýrslan var og er „opinbert gagn“, undir handhöfn utanríkisráðherra – og þar með væntanlega fyrirliggjandi í ríkisstjórn – en þess hefur þó verið gætt, að almenningur hefði ekki aðgang að þessum skýrslum. Í janúar sl. gaf Háskóli Íslands út skýrslu undir nafninu „Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“. Verkið var unnið fyrir sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn, og höfðu skýrsluhöfundar auðvitað fullan aðgang að heimildum og gögnum opinberra stofnana. Í skýrslunni segir m.a.: „Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði.“ Var „Iceland Naturally“ gögnunum haldið frá skýrsluhöfundum, eða kusu þeir að þegja yfir þeim stórlega neikvæðu og skaðlegu áhrifum hvalveiða, á íslenzkt efnahagslíf, sem þar koma fram? 25. marz sl. svarar ferðamálaráðherra fyrirspurn frá Guðmundi Andra um áhrif hvalveiða á Alþingi. Hún segir m.a. þetta: „…?en ekki hefur verið sýnt fram á að hvalveiðar Íslendinga hafi neikvæð áhrif á komu ferðamanna?…“. Svo kemur það, sem verra er: „Einhverjar sérkannanir og athuganir hafa verið gerðar á áhrifum hvalveiða á ímynd Íslands og ferðaþjónustuna?… en þær hafa verið stopular og eru nú löngu úreltar“. Gleymdi ferðamálaráðherra hér „Iceland Naturally“ könnununum, fyrir Bandaríkin og Kanada, sem hafa farið fram reglulega frá 2004 fram til 2018, í fyrra, sem í þessum skilningi er glæný könnun og niðurstaða, eða vildi hún vísvitandi leyna því, að helmingur Bandaríkjamanna vildi ekki skipta við hvalveiðiþjóð? Langt teygja sig áhrifaarmar hvalveiðiklíku. 28. maí 2009 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra út reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalafurðum. Tók reglugerðin gildi 1. júní 2010. Skv. gr. 10 skyldi framkvæma hvalskurð í lokuðu rými, með þaki, til að tryggja nægilegt hreinlæti og hollustu kjötsins. Áður hafði þessi hvalskurður farið fram á opnu rými, undir berum himni, sem ekki gat talizt fullnægjandi hreinlæti eða trygging á matvælaöryggi og gæðum. Hvalur hf. hunzaði þessa reglugerð og skýr ákvæði hennar – hafði sama verkunarhátt á og verið hafði frá 1949 – og Matvælastofnun, sem er eftirlitsaðili með þessari vinnslu, lét það gott heita og viðgangast átölulítið í 8 ár. Og, ekki stóð á því, að Hvalur fengi ný starfsleyfi fyrir verkun og veiðileyfi ár hvert; ekkert mál. Eftir 8 ára vanrækslu og leyfisbrot, virðist forstjóri Hvals hafa kveikt á perunni með það, að nú væri kominn „góður Samherji“ í stól sjávarútvegsráðherra. Í Þorgerði Katrínu þorði hann ekki. Sendi hann nýjum ráðherra einfaldlega tölvupóst með reglugerðinni frá 2009, strikaði þar sumt út og breytti öðru, bara svona með kúlupenna, felldi auðvitað niður óþægilegt ákvæði um lokað rými og óþarfa hollustuhætti við hvalskurð, og skellti þessu svo bara á nafna sinn Júlíusson. Sá hafði hraðar hendur, og breytti texta reglugerðarinnar, nákvæmlega skv. forskrift nafna síns Loftssonar. Gaf svo út nýja reglugerð um verkun hvalkjöts tíu dögum seinna, 25. maí 2018. Þetta var auðvitað létt flétta milli vina og Samherja. Í maí 2014 fékk Hvalur langreyðaveiðileyfi fyrir veiðitímabilið 2014-2018. Í 5. grein leyfis segir, að skipstjórar Hvals skuli halda nákvæmar veiðidagbækur, með númeruðum síðum og færslu á 16 atriðum, um veiðar, hvern veiðidag. Þessum bókum skuli svo skilað til Fiskistofu, í lok hverrar vertíðar. Þessar bækur eru auðvitað bráðnauðsynlegt gagn fyrir eftirlitsstjórnvöld, og eiga að tryggja það, að veiðar fari fram með réttum og löglegum hætti. Í fyrra kom í ljós, að Hvalur hafði ekki skilað inn neinum dagbókum fyrir 2014-2018, og fékk Fiskistofa þær ekki, þrátt fyrir eftirgangsmuni. Fiskistofustjóri var úrræðalaus. Auðvitað var svona minniháttar misskilningur ekkert mál fyrir sjávarútvegsráðherrann, og virtist hann kenna Fiskistofu um, að hafa ekki kreist bækurnar út úr Hval. Alla vega fór ráðherrann létt með það að veita Hval nýtt fimm ára veiðileyfi, þann 5. júlí sl., tók reyndar fram, að nú bæri Hval að skila dagbókum, „að eigin frumkvæði“. Þetta var auðvitað mikil viðbótarkvöð, þó að ekki sé vitað, hver annar hafi átt að eiga frumkvæðið fyrir, og ekki datt ráðherra í huga, að krefjast dagbókanna fyrir veiðitímabilið 2014-2018 og setja afhendingu þeirra sem skilyrði fyrir nýju leyfi. Hafði Fiskistofa, eftirlitsaðili hvalveiða, þó mælt með slíku skilyrði. Auðvitað mega Samherjar ekki flækja málin of mikið fyrir hvorum eða hverjum öðrum. Ef Ísland er bananalýðveldi og skipa ætti höfuðpaur í því, þá virðist augljóst, hver sjálfskipaður væri.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun