Knattspyrnumaður sem var vitni í morðmáli Oscar Pistorius skotinn til bana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 08:30 Marc Batchelor. Getty/Duif du Toit Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019 Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.Former South Africa footballer Marc Batchelor has been shot dead near his home in Johannesburg. More here https://t.co/FVRzuU1YwWpic.twitter.com/2gX699f59Q — BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2019 Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin. „Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið. „Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn. „Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini. Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Breaking News: Former footballer Mark Batchelor shot dead in Johannesburg https://t.co/lkjFCLrVx1 — MSN South Africa (@MSNSouthAfrica) July 15, 2019Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius. Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.Former Bafana Bafana footballer Marc Batchelor has been shot dead in an apparent hit in Olivedale this evening. Two men on a motorbike opened fire on him. (@MandyWiener) pic.twitter.com/3NB5wIRBVU — Team News24 (@TeamNews24) July 15, 2019
Fótbolti Oscar Pistorius Suður-Afríka Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira