Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins. Vísir/EPA Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Forseti öldungadeildar filippseyska þingsins segir að hunsa ætti ályktun mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á fíkniefnastríði Rodrigo Duterte forseta, meðal annars vegnar þess að Ísland skorti siðferði til að segja Filippseyingum til um mannréttindi. Fullyrðir hann að Íslendingar drepi fleiri með þungunarrofi en falla í fíkniefnastríðinu. Filippseysk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við samþykkt mannréttindaráðsins á tillögu Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki mannréttindabrot í fíkniefnastríði Duterte sem hefur kostað þúsundir manna lífið. Forsetinn hefur staðið fyrir fjölda aftaka á meintum glæpamönnum utan dóms og laga frá því að hann komst til valda. Nú ber Vicente Sotto, forseti öldungadeildar filippseyska þingsins, aftökurnar saman við þungunarrof á Íslandi og fullyrðir að fleiri „ófædd börn“ hafi látið lífi á Íslandi en fíkniefnasalar á Filippseyjum. „Glæpamennirnir geta barist, börnin geta það ekki. Hvaða mannréttindi eru þeir að tala um,“ sagði Scotto.Reuters-fréttastofan segir að Imee Marcos, verðandi öldungadeildarþingmaður og dóttir fyrrum einræðisherra landsins Ferdinands Marcos, hafi tekið í sama streng um þungunarrof á Íslandi. Rúmlega þúsund þungunarrof voru gerð á Íslandi árið 2017 og er tíðni þeirra nálægt norrænu meðaltali, samkvæmt tölum embættis landlæknis. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa gengist við því að sex þúsund manns hafi verið drepnir í fíkniefnastríði þeirra. Mannréttindsamtök telja fjöldann á annan tug þúsunda. Þrátt fyrir óánægju filippseyskra stjórnvalda hafa mannréttindasamtök fagnað ályktun mannréttindaráðsins. Þau fullyrða að stjórnvöld á Filippseyjum hylmi yfir brot, komi fyrir sönnunargögnum og að fulltrúar þeirra fái að athafna sig án ótta við refsingu.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þungunarrof Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55