Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippeyska fíkniefnasala Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 14:10 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. fbl/Ernir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00