Hundarnir ekki aflífaðir heldur sóttir á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 22:08 Hundarnir tveir sem um ræðir. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Hrefna Jónsteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja sem Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsti að yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað af eiganda fyrir næsta mánudag, segist ætla að sækja hundana á morgun. Hundarnir tveir, tíkin Píla og rakkinn Lucky, hafa verið í vörslu hundafangara á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps síðastliðna átta daga, en á miðvikudag birtist færsla á Facebook-síðu sveitarfélagsins þar sem kom fram að hundarnir yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir mánudaginn. Svo virðist sem hundunum sé borgið, en Hrefna Jósteinsdóttir, dóttir eiganda hundanna tveggja, segir í samtali við fréttastofu að hún muni á morgun vitja hundanna. Hún segir jafnframt að upprunalegur eigandi þeirra virðist lítinn sem engan áhuga hafa á því að greiða þær 38 þúsund krónur sem þarf til þess að losa hundana úr haldi hundafangarans.Hrefna ætlar sjálf að taka minni hundinn, Pílu, að sér.Mynd/aðsendHrefna segist sjálf ætla að taka minni hundinn, Pílu, að sér á meðan stærri hundurinn fer á fósturheimili, að minnsta kosti til að byrja með. „Þar verður tekin ákvörðun um hvort þurfi að gera eitthvað fyrir greyið.“ Hrefna birti í kvöld færslu í Facebook-hópnum „Hundasamfélagið“ þar sem hún lýsti því að sveitarfélagið gæfi ekki leyfi fyrir því að annar hundanna yrði sóttur og sagðist jafnframt ekki hafa ráð á því að leysa báða hundana út í einu, enda gjaldið til þess hátt í 40 þúsund krónur. Hún leitaði því til annarra hundavina og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, fjölmargir segjast í þræðinum tilbúnir að leggja Hrefnu lið við að leysa hundana út. Hrefna segir greiðslur frá nokkrum þegar hafa borist og von sé á fleirum. Hún geti því sótt hundana á morgun, tekið Pílu að sér og komið Lucky á nýtt heimili.Færsla sveitarfélagsins sem birtist á miðvikudag. Síðan hefur færslunni verið eytt.Skjáskot
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21
Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Orðsending frá hreppnum um hunda hjá hundafangara hafa vakið mikil og heit viðbrögð meðal hundavina. 10. júlí 2019 15:50