Hverfult jökullón í Kverkfjöllum horfið aftur Kjartan Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 13:45 Svona var umhorfs þar sem Galtárlón var áður 6. júlí. Botn lónsins og hverirnir sem áður voru undir vatni blöstu við. Tómas Guðbjartsson Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason
Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15
Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00