Á meðal þess sem hann hefur prófað er að fylla sundlaug af hlaupi og reyna að synda í henni, gera óprúttnum aðilum óleik með háþróaðri tækni og búa til eldflaugagolfkylfu sem skýtur kúlunni á 241 kílómetra hraða.
Nú hefur Rober ákveðið að athuga hvort það standist skoðun að hákarlar finni lykt af blóði í vatni. Til þess að framkvæma þessa tilraun hannaði hann brimbretti með dælum sem dældu út fjórum vökvum. Vökvarnir sem hann prófaði voru kúablóð, fiskiolía, þvag og svo hefðbundinn sjór til þess að ganga úr skugga um að hákarlarnir væru að skoða vökvann en ekki brimbrettin sjálf.
Þegar Rober hafði sannað að hákarlarnir væru spenntastir fyrir kúablóðinu, sem tók þó nokkurn tíma, vildi hann athuga hvort það myndi virka betur að hafa blóð úr mannfólki. Hann og félagi hans gáfu því blóð úr sér og dældu því í sjóinn.
Hér að neðan er hægt að sjá hvernig þessi athugun Rober fór.