Breiðablik hefur styrkt lið sitt fyrir Dominos deildina á næstu leiktíð með bandaríska leikmanninum Violet Kapri Morrow.
Kópavogsliðið verður meðal þátttakenda í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni á síðustu leiktíð en Stjarnan gaf eftir sæti sitt í efstu deild og halda Blikar því áfram meðal þeirra bestu.
Í tilkynningu Blika segir að Morrow sé fjölhæfur leikmaður sem geti leyst margar stöður á vellinum en hún er 180 sentimetrar á hæð.
Morrow skilaði 18 stigum að meðaltali í leik ásamt því að taka 6,5 fráköst að meðaltali á sínu síðasta tímabili í háskólaboltanum í heimalandinu þar sem hún lék með Eastern Washington háskólanum í Big Sky deildinni í NCAA 1.
Blikar næla sér í bandarískan leikmann
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





Max svaraði Marko fullum hálsi
Formúla 1


„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti

Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“
Íslenski boltinn
