Þrír látnir í skotárás á matarhátíð í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:54 Frá vettvangi í Gilroy í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þrír eru látnir og fimmtán særðir eftir skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hann hóf skothríð. Lögregla rannsakar nú hvort byssumaðurinn hafi átt sér vitorðsmann sem hafi flúið vettvang. Hvítlaukshátíðinni í Gilroy var við það að ljúka í gærkvöldi, eða um hálf sex að staðartíma, þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Vitni segja manninn hafa verið hvítan, á fertugsaldri og notað riffil við verknaðinn.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Michael Paz, hattasölumanni á hátíðinni, að árásarmaðurinn hafi jafnframt verið íklæddur skotheldu vesti og því greinilega mætt í þeim tilgangi að skjóta á fólk. Í umfjöllun CNN um árásina frá því í gær má sjá myndbönd af vettvangi þar sem hátíðargestir flýja undan árásarmanninum. Umfjöllunina má sjá í spilaranum hér að neðan.Scot Smithee, lögreglustjóri í Gilroy, sagði á blaðamannafundi í gær að árásarmaðurinn hafi komist inn á hátíðarsvæðið með því að klippa gat á girðingu. Lögreglumenn voru þegar á vettvangi vegna hátíðarinnar og brugðust þeir skjótt við þegar árásarmaðurinn hóf skothríð. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter í gærkvöldi. Þar biðlaði hann til hátíðargesta að „fara varlega“.Law Enforcement is at the scene of shootings in Gilroy, California. Reports are that shooter has not yet been apprehended. Be careful and safe!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Gilroy er um fimmtíu kílómetra suður af borginni San Jose. Hvítlaukshátíðin hefur verið haldin árlega í bænum síðan árið 1979. Skotárásin í borginni í gærkvöldi er sú 246. í Bandaríkjunum það sem af er ári. Tölurnar ná yfir þær árásir þar sem fjórir eða fleiri látast eða særast.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira