Hitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 22:15 Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Enn fleiri hitamet féllu í Skandinavíu og Evrópu í dag vegna hitabylgjunnar sem nú gengur yfir. Íslendingar mega vænta þess að áhrif hitabylgjunnar gæti hér á landi eftir helgi. Ekkert lát er á hitabylgjunni sem gengur yfir Skandinavíu og Evrópu. Dagsgömul hitamet féllu víða en að auki er hitinn farinn að hafa áhrif á samgöngur, til að mynda í Frakklandi þar sem lestarsamgöngur féllu niður í fjöl förnustu lestarstöð landsins, vegna rafmagnsleysis, og setti ferðaáætlanir þúsunda farþega í uppnám. Hitamet féllu í fimmtíu borgum í Frakklandi í dag, að París meðtaldri og svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi. Viðvörun hefur verið gefin út og áætlað að 85% landsmanna hafi orðið fyrir beinum áhrifum vegna hitans. Nokkur dauðföll hafa verið tilkynnt til yfirvalda.Sumarið í ár á Íslandi hefur verið mjög gott.Vísir/VilhelmHitabylgjan nær til Íslands eftir helgi Gott veður hefur verið á allflestum stöðum hér heima á Íslandi í sumar. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að hitabylgjan í Skandinavíu og Evrópu muni hafa áhrif hér á landi eftir helgi. „Við búumst við að það verði einhver hiti sem skili sér hingað til lands eftir helgi. kannski svona mánudag eða þriðjudag. Nú hafa verið að falla hitamet í Bretlandi og alveg norður til Edinborgar og í Frakklandi, París, Cambridge og Þýskaland, Holland og Lúxemborg og Belgía og við fáum okkar svona smá skerf af þessu ef spár gang eftir, eftir helgi,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.Hvaða hitatölur gætum við séð?Við erum að horfa á svona tuttugu stig og hærra, tuttugu og tvö, tuttugu og þrjú stig á ansi mörgum stöðum. Suðurlandi, uppsveitir, Vesturlandi og uppsveitir og jafnvel eitthvað norður í land. Þá eina sem fær kannski ekki almennilegan hita er Norðvesturland,“ segir Páll.Og miðað við þessi orð má þá vænta að sú gula baði landsmenn með geislum?„Nei, það er ekkert endilega útlit fyrir það akkúrat. Það gæti verið að það fylgi þessi svolítil væta um sunnanvert landið og kannski eitthvað upp með vesturlandi. Ef að það gengur eftir að þá verður hlýtt og rakt,“ segir Páll
Frakkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50 Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30 Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Líkur á þrumuveðri austantil Samskil ganga nú yfir landið að sögn veðurfræðings og rignir nú víða um austanvert landið. 26. júlí 2019 06:50
Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Sum staðar hafa fyrri hitamet í Evrópu verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem þar hefur geisað. 26. júlí 2019 14:30
Vætu spáð víðast hvar á landinu um helgina "Þetta er svona bærilegt, en ekkert frábært,“ svo vitnað sé í ummæli veðurfræðings. 26. júlí 2019 16:51