Grunnstoð upplýsinga Jóhann Þór Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar