„Galið að haldið sé áfram með framkvæmdir“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 12:23 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Umhverfisverndasinnar hyggjast grípa til aðgerða vegna undirbúningsframkvæmda fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun, norður á Ströndum. Talsmaður hluta landeigenda segir galið að haldið sé áfram með framkvæmdir áður en loka niðurstaða í kærur sé komin fram. Framkvæmdir hófust á Ófeigsfjarðarvegi í Ingólfsfirði fyrir fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Árneshreppi, og er fyrsta verk að ráðast í lagfæringar á vegum sem eru að sögn upplýsingafulltrúa Vesturverks, sem annast framkvæmdina, minniháttar. Guðmundur Arngrímsson er einn afkomenda landeigenda að Seljanesi þar sem umræddur vegur liggur í gegn og segir hann að hluti landeigenda vera leita réttar síns þar sem áhöld eru uppi hvort Vegagerðin hafi haft heimild til þess að framselja veghald á veginum um Seljaneslandið og að ekki hafi komið fram nein gögn sem styðji að stofnuninni hafi verið heimilt að ráðast í framkvæmdirnar og hvort yfirfærsla vegarins inn í landsvegakerfið hafi verið sem réttmætum hætti.Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við IngólfsfjörðAÐSEND MYND„Það er alveg galið að halda áfram með framkvæmdir sem eru algjörlega óafturkræfar og þetta vistkerfi þarna norðan við Eyrarháls, það þolir ekki svona inngrip í landið. Svona framkvæmdir hafa aldrei farið fram á þessu svæði. Það hefur ekkert af þessu farið í umhverfismat.“ Guðmundur sendi í gær, fyrir hönd hluta landeigenda bréf til Vegagerðarinnar þar sem framkvæmdunum er mótmælt og óska eftir gögnum frá Vegagerðinni um lögmæti verksins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði til bráðabirgða, fyrir helgi, að stöðva framkvæmdir en fyrir liggja sjö kærur vegna framkvæmdaleyfis sem hreppsnefnd Árneshrepps veitti Vesturverki í byrjun sumarsins. „Það er algjörlega galið í okkar huga að halda áfram í ljósi þess að það eru mikil áhöld uppi um það hvort þetta hafi farið fram á réttan hátt stjórnsýslulega séð. Ekki bara frá Vegagerðinni heldur líka hreppsnefnd Árneshrepps sem hefur ekki farið fram með neina grenndarkynningu eða samráð við landeigendur um afnot af þessum vegi á þessum forsendum.“ Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar um helgina að umhverfisverndarsinnar hyggjast grípa til aðgerða og segir Guðmundur að landeigendur skoði slík hið sama. „Við munum leita allra leiða til þess að tryggja að rétt sé með farið og við erum tilbúin til þess að fara í aðgerðir en við treystum á að stjórnkerfið hérna virki og eignarréttur fólks á landinu sé tryggður og hann er auðvitað tryggður samkvæmt stjórnarskrá.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Undirbúningur framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun hófst í morgun Lögreglan á Vestfjörðum var ekki vör við mótmæli á svæðinu í morgun 22. júlí 2019 12:30