Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 12:07 Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt. Vísir/EPA Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“ Kanada Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“
Kanada Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira