Tim Duncan verður aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 16:00 Tim Duncan og Gregg Popovich. Getty/Tom Pennington Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019 NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Tim Duncan er mættur á ný í körfuboltann eftir nokkra ára fjarveru og hefur nú ráðið sig í tvö störf. Í báðum tilfellum mun hann aðstoða sinn gamla lærimeistara Gregg Popovich. Fyrst fréttist að Tim Duncan yrði aðstoðarþjálfari Gregg Popovich hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í haust en svo var það einnig tilkynnt að Duncan ætli að aðstoða Popovich hjá San Antonio Spurs á komandi NBA-tímabili. Gregg Popovich kom að sjálfsögðu með einn klassískan vinkil á þessa ráðningu. „Það er vel við hæfi eftir að ég starfaði í nítján ár sem aðstoðarmaður Tim Duncan að hann launi mér nú greiðann,“ sagði Gregg Popovich eins og sjá má hér fyrir neðan.The Spurs have hired Tim Duncan as an assistant coach, the team announced. “It is only fitting, that after I served loyally for 19 years as Tim Duncan’s assistant, that he returns the favor,” said Gregg Popovich. pic.twitter.com/DEVhxZyVn6 — SportsCenter (@SportsCenter) July 22, 2019Duncan verður aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs ásamt þeim Will Hardy, Chip Engelland og Becky Hammon. Will Hardy er einnig nýr í þessu starfi en hann hefur unnið sig upp hjá félaginu frá því að byrja sem lærlingur árið 2010. Tim Duncan er 43 ára gamall og lagði körfuboltaskóna á hilluna árið 2016. Hann spilaði allan sinn feril með San Antonio Spurs og alltaf undir stjórn Gregg Popovich. Saman unnu þeir meðal annars fimm NBA-meistaratitla. Duncan var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í tvígang eða 2002 og 2002. Hann var tíu sinnum valinn í fyrsta úrvalslið tímabilsins og komst fimm sinnum að auki í annað og þriðja úrvalsliðið. Hann var einig átta sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og sjö sinum að auki í annað varnarlið ársins. Tim Duncan spilaði alls 1392 deildarleiki með San Antonio Spurs og var með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,0 varin skot að meðaltali í þeim. Í 251 leik í úrslitakeppninni var hann með 20,6 stig, 11,4 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,3 varin skot að meðaltali í leik eða hærri tölur en í deildarleikjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessum frábæra leikmanni takist upp sem þjálfari.Spurs announce Will Hardy and Tim Duncan as Assistant Coaches. MORE: https://t.co/96fi9sPg84pic.twitter.com/40oHXy0hDV — San Antonio Spurs (@spurs) July 22, 2019
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira