Nýsjálendingar afhentu 10 þúsund skotvopn eftir hryðjuverkaárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 13:32 Nýsjálendingar afhenda skotvopn sín til lögreglu. getty/ New Zealand Police Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira