Nýsjálendingar afhentu 10 þúsund skotvopn eftir hryðjuverkaárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 13:32 Nýsjálendingar afhenda skotvopn sín til lögreglu. getty/ New Zealand Police Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Nýsjálendingar hafa afhent meira en 10 þúsund byssur, vopn og aukahluti í skiptum fyrir fjármuni fyrstu viku aðgerða stjórnvalda til að gera hálf-sjálfvirk skotvopn upptæk. Alls eru 250 slíkar aðgerðir fyrirhugaðar. Aðgerðin hófst fyrir viku síðan og var hrundið að stað í kjölfar stærstu skotárásar landsins á friðartímum í Mars, þegar árásarmaður fór inn í tvær moskur í Christchurch og myrtu 51 einstakling. Í byrjun apríl var vopnalöggjöf í landinu hert en hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta nýsjálenska þingsins. Flest hálf-sjálfvirk vopn voru bönnuð, aukahlutir sem breyta byssum í hálf-sjálfvirk vopn og skothylki sem geyma of margar kúlur. Einhverjar tegundir haglabyssa voru líka bannaðar. Meira en tvö þúsund manns hafa skilað 3.275 byssum og 7.827 aukahlutum í skiptum fyrir meira en 500 milljónir íslenskra króna.Byssueigendur fá frest þar til í desember til að afhenda vopn sín og hefur nýsjálenska ríkið sett 17,5 milljarða í það verkefni að greiða allt upp í 95% upprunalegs verðs skotvopnanna. Nýsjálenska lögreglan segist vera ánægð með það hve margir hafi afhent skotvopn sín á sunnudag, þegar 684 einstaklingar út um allt land höfðu skilað næstum 5 þúsund vopnum. Karyn Malthus, lögregluforingi í Aucland, sagði að þar hafi hundruðum skotvopna verið skilað og bætti við: „Viðbrögð skotvopnaeigenda hafa verið mjög jákvæð.“Skotvopnaeigendur skila byssum til lögreglu.getty/Kai SchwoererNýsjálenskir miðlar hafa greint frá því að skotvopnabúðin Gun City hafi orðið fyrir aðkasti fyrr í vikunni í Christchurch, vegna atburðanna í mars sem leiddu til dauða meira en fimmtíu manns. Brenton Tarrant, maðurinn sem er ásakaður fyrir hryðjuverkaárásinu keypti fjögur skotvopn auk skotfæra í netverslun Gun City snemma árið 2018. Tarrant hefur neitað sök í öllum 92 ákæruliðunum vegna árásanna. Einn ákæruliðanna er hryðjuverkaákæra, sem er sú fyrsta sem er lögð fram í Nýja Sjálandi. Samkvæmt könnun Small Arms, er Nýja Sjáland í 17. sæti í heiminum þegar kemur að eign almennings á skotvopnum. Meira en 1,5 milljón skotvopn eru í eign almennings en aðeins fimm milljónir búa á Nýja Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira