Lögreglan á Húsavík óskaði eftir aðkomu þyrlu að björgunarstarfi þar sem erfitt getur reynst að komast út í árnar í Flæðum, sökum breiddar þeirra. Um var að ræða þrjá einstaklinga sem höfðu fest tvo bíla úti í á. Flæða tók inn í bílana og þurfti fólkið því að leita upp á þak bifreiðanna. Útkallið barst klukkan 15:17 og var þyrlan komin á vettvang rúmum einum og hálfum tíma síðar, samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur frá Landhelgisgæslunni.
Búið er að koma fólkinu í land og heldur þyrla Gæslunnar því til Akureyrar til þess að taka eldsneyti áður en henni verður flogið aftur til Reykjavíkur.
Myndband af hluta björgunaraðgerða má sjá hér að neðan.