Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júlí 2019 11:45 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 1. júlí. Vísir/Valli Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga. Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016. Félagið var áður í eigu Sigurðar Ragnars Kristinssonar, fyrrverandi tengdasonar Unnar en Unnur stýrði daglegum rekstri félagsins frá því í mars fram í ágúst á árinu 2016. Armando Luis Rodriguez, sem einnig var ákærður og dæmdur í málinu, tók við rekstrinum af Unni og stýrði félaginu þar til það fór í þrot síðla sama árs. Sigurður Ragnar var í desember á síðasta ári dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri félagsins. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Í febrúar var Sigurður Ragnar einnig dæmdur í til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar vegna aðildar hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni.Sigurður Ragnar Kristinsson hafði áður verið sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur félagsins.Vísir/VilhelmFór í reynd með stjórn félagsins Sem daglegur stjórnandi félagsins frá 29. mars 2016 til 10. ágúst sama ár var Unnur ákærð fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins, alls um 50 milljónir króna. Þá var Armando, ásamt Unni, ákærður fyrir að hafa í ágúst 2016 vísvitandi staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins og fyrirsvar þess þegar hann tók til málamynda við stjórn félagsins af Unni þann 10. ágúst 2016.Armando játaði sök og var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Héraðsdómi þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd farið með stjórn félagsins á hinu umrædda tímabili þegar skattaskuldirnar féllu í gjalddaga. Þá þótti einnig sannað að Unnur hafi í reynd áfram verið daglegur stjórnandi félagsins, þrátt fyrir að Armando hafi formlega tekið við því hlutverki. Var Unnur því sakfelld fyrir aðild sína að málinu.Í dómi héraðsdóms kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til heilsubrests hennar og önnur áföll undanfarin misseri. Þótti því hæfileg refsing 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem Unnur þarf að greiða 106,5 milljóna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá dómsuppkvaðningu, en sæti ella fangelsi í 360 daga.
Dómsmál Mál Sunnu Elviru Skáksambandsmálið Tengdar fréttir „Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15 Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46 Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00 Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
„Þessi verk voru unnin“ Sigurður Ragnar Kristinsson þarf einn að svara til saka fyrir meint meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtæksins SS verks ehf. 15. nóvember 2018 14:15
Eiginmaður og móðir Sunnu Elvíru ákærð fyrir skattalagabrot Héraðssaksóknari hefur ákært Sigurð Kristinsson fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks. 9. apríl 2018 13:46
Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna. 23. apríl 2018 06:00
Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar ákærð fyrir stórfellt skattalagabrot Konan er fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar Kristinssonar sem í desember var sakfelldur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. 7. apríl 2019 10:13