Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2019 18:39 Trump forseti og eiginkona hans Melania við komuna til Dayton í dag. AP/Ty Greenless Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði því að orðræða hans gegn útlendingum og hælisleitendum kynti undir ofbeldi og hatur áður en hann lagði af stað í heimsókn til Dayton og El Paso þar sem fjöldamorð voru framin um helgina. Forsetinn sagði orð sín þvert á móti sameina þjóðina. Morðinginn sem skaut á þriðja tug viðskiptavina Walmart-verslunar í El Paso til bana notað sömu orð um innflytjendur og Trump forseti hefur ítrekað gert, að útlendingar gerðu innrás í Bandaríkin. Hataðist hann jafnframt gegn „falsfréttum“ líkt og forsetinn gerir linnulaust. Virtist markmið hans vera að reyna að drepa sem flesta innflytjendur. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Fréttamenn spurðu Trump að því hvort að orðræða hans gæti átt þátt í að skapa andrúmslofts haturs þar sem skotárásir líkt og sú sem gerð var í El Paso eiga sér stað. „Ég held að orðræða mín sameini fólk,“ sagði forsetinn. Fullyrti Trump að hann hafnaði allri öfgahyggju, hvort sem það væri hvít þjóðernishyggja eða vinstriöfgamenn úr hreyfingu andfasista. Sakaði hann gagnrýnendur sína um að reyna að slá pólitískar keilur.Mótmælendur fyrir utan Miami-dalssjúkrahúsið sem Trump forseti heimsótti í Dayton í dag.AP/John MinchilloMótmæli gegn heimsókninni Sumir stjórmálamenn í Dayton í Ohio og El Paso í Texas höfðu hvatt Trump til að láta það vera að heimsækja borgirnar eftir hildarleikinn þar. Ekki bætti úr skák þegar Trump sendi frá sér tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði Beto O‘Rourke, frambjóðanda í forvali demókrata, sem er frá El Paso að þegja. O‘Rourke hafði kallað Trump rasista eftir skotárásina þar. Tístið kom ekki löngu eftir að Trump hafði haldið ræðu þar sem hann talaði um mikilvægi þess að láta af „skaðlegum flokkadráttum“.Beto (phony name to indicate Hispanic heritage) O'Rourke, who is embarrassed by my last visit to the Great State of Texas, where I trounced him, and is now even more embarrassed by polling at 1% in the Democrat Primary, should respect the victims & law enforcement - & be quiet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2019 Heimsókn forsetans var mótmælt á götum Dayton en stuðningsmenn forsetans létu einnig sjá sig þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforsetar haldið opinberar ræður til að veita samfélag sem hefur orðið fyrir harmleik eins og þeim sem skóku El Paso og Dayton huggun.Að sögn Washington Post lét Trump hins vegar lítið sjá sig opinberlega í heimsókninni til Dayton. Hann hitti meðal annars viðbragðsaðila á sjúkrahúsi, sjúkrahússstarfsfólk og fórnarlömb sem særðust í skotárásinni á aðfaranótt sunnudags. Níu manns létust í árásinni. AP-fréttastofan segir um um tvö hundruð mótmælendur hafi verið fyrir utan sjúkrahúsið sem kröfðust aðgerða til að takmarka byssueign. Eftir að Trump yfirgaf Dayton nú síðdegis ræddu Nan Whaley, borgarstjórinn þar, og Sherrod Brown, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, við fréttamenn. Whaley sagði þau hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að herða byssulöggjöfina við Trump. Viðbragðsaðilar hafi verið þakklátir forsetanum að hann kæmi til borgarinnar. Næst fer Trump til landamæraborgarinnar El Paso. Þar eru fjölmargir íbúar af mexíkóskum ættum. Þar hafa mótmæli staðið yfir gegn heimsókn Trump forseta í allan dag. Rasísk ummæli Trump forseta um þeldökkar þingkonur demókrata og ásókn meindýra í kjördæmi svarts þingmanns sem stýrir rannsókn á honum hafa valdið deilum vestanhafs undanfarnar vikur. Trump hefur jafnframt ítrekað talað um komur útlendinga af Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sem innrás og líkt við ásókn meindýra. Í kosningabaráttunni árið 2016 kallaði hann Mexíkóa nauðgara og glæpamenn og lofaði að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Blendin viðbrögð við fyrirhugaðari heimsókn Trump til El Paso Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja borgina El Paso í Texasríki í kjölfar skotárásar sem þar var framin á laugardag. 7. ágúst 2019 00:03 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði því að orðræða hans gegn útlendingum og hælisleitendum kynti undir ofbeldi og hatur áður en hann lagði af stað í heimsókn til Dayton og El Paso þar sem fjöldamorð voru framin um helgina. Forsetinn sagði orð sín þvert á móti sameina þjóðina. Morðinginn sem skaut á þriðja tug viðskiptavina Walmart-verslunar í El Paso til bana notað sömu orð um innflytjendur og Trump forseti hefur ítrekað gert, að útlendingar gerðu innrás í Bandaríkin. Hataðist hann jafnframt gegn „falsfréttum“ líkt og forsetinn gerir linnulaust. Virtist markmið hans vera að reyna að drepa sem flesta innflytjendur. Fjöldamorðið er rannsakað sem hatursglæpur. Fréttamenn spurðu Trump að því hvort að orðræða hans gæti átt þátt í að skapa andrúmslofts haturs þar sem skotárásir líkt og sú sem gerð var í El Paso eiga sér stað. „Ég held að orðræða mín sameini fólk,“ sagði forsetinn. Fullyrti Trump að hann hafnaði allri öfgahyggju, hvort sem það væri hvít þjóðernishyggja eða vinstriöfgamenn úr hreyfingu andfasista. Sakaði hann gagnrýnendur sína um að reyna að slá pólitískar keilur.Mótmælendur fyrir utan Miami-dalssjúkrahúsið sem Trump forseti heimsótti í Dayton í dag.AP/John MinchilloMótmæli gegn heimsókninni Sumir stjórmálamenn í Dayton í Ohio og El Paso í Texas höfðu hvatt Trump til að láta það vera að heimsækja borgirnar eftir hildarleikinn þar. Ekki bætti úr skák þegar Trump sendi frá sér tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði Beto O‘Rourke, frambjóðanda í forvali demókrata, sem er frá El Paso að þegja. O‘Rourke hafði kallað Trump rasista eftir skotárásina þar. Tístið kom ekki löngu eftir að Trump hafði haldið ræðu þar sem hann talaði um mikilvægi þess að láta af „skaðlegum flokkadráttum“.Beto (phony name to indicate Hispanic heritage) O'Rourke, who is embarrassed by my last visit to the Great State of Texas, where I trounced him, and is now even more embarrassed by polling at 1% in the Democrat Primary, should respect the victims & law enforcement - & be quiet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2019 Heimsókn forsetans var mótmælt á götum Dayton en stuðningsmenn forsetans létu einnig sjá sig þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforsetar haldið opinberar ræður til að veita samfélag sem hefur orðið fyrir harmleik eins og þeim sem skóku El Paso og Dayton huggun.Að sögn Washington Post lét Trump hins vegar lítið sjá sig opinberlega í heimsókninni til Dayton. Hann hitti meðal annars viðbragðsaðila á sjúkrahúsi, sjúkrahússstarfsfólk og fórnarlömb sem særðust í skotárásinni á aðfaranótt sunnudags. Níu manns létust í árásinni. AP-fréttastofan segir um um tvö hundruð mótmælendur hafi verið fyrir utan sjúkrahúsið sem kröfðust aðgerða til að takmarka byssueign. Eftir að Trump yfirgaf Dayton nú síðdegis ræddu Nan Whaley, borgarstjórinn þar, og Sherrod Brown, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, við fréttamenn. Whaley sagði þau hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að herða byssulöggjöfina við Trump. Viðbragðsaðilar hafi verið þakklátir forsetanum að hann kæmi til borgarinnar. Næst fer Trump til landamæraborgarinnar El Paso. Þar eru fjölmargir íbúar af mexíkóskum ættum. Þar hafa mótmæli staðið yfir gegn heimsókn Trump forseta í allan dag. Rasísk ummæli Trump forseta um þeldökkar þingkonur demókrata og ásókn meindýra í kjördæmi svarts þingmanns sem stýrir rannsókn á honum hafa valdið deilum vestanhafs undanfarnar vikur. Trump hefur jafnframt ítrekað talað um komur útlendinga af Mið-Ameríku til Bandaríkjanna sem innrás og líkt við ásókn meindýra. Í kosningabaráttunni árið 2016 kallaði hann Mexíkóa nauðgara og glæpamenn og lofaði að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Blendin viðbrögð við fyrirhugaðari heimsókn Trump til El Paso Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja borgina El Paso í Texasríki í kjölfar skotárásar sem þar var framin á laugardag. 7. ágúst 2019 00:03 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Blendin viðbrögð við fyrirhugaðari heimsókn Trump til El Paso Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja borgina El Paso í Texasríki í kjölfar skotárásar sem þar var framin á laugardag. 7. ágúst 2019 00:03
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33