Malbika á Snorrabraut milli Laugavegs og Hverfisgötu á morgun. Framkvæmdirnar eiga að hefjast klukkan níu og standa yfir fram eftir degi, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Af þeim sökum verður ekki hægt að aka um sundið sem liggur á milli Mathallarinnar og veitingastaðarins Hlemms Square.
Bráðabirgðastoppistöðvar verða settar upp á þremur stöðum á og við Hlemm. Hægt er að sjá stöðvarnar á myndinni hér fyrir neðan.
- Bráðabirgðastoppistöð A – staðsett á Laugavegi, sunnan megin við Mathöllina
- Leiðir 5 og 15 sem eru á leið vestur í bæ stoppar hér.
- Bráðabirgðastoppistöð B – staðsett á Rauðarárstíg, austan megin við Mathöllina.
- Leiðir 11, 12, 13 og 14 á leið vestur í bæ stoppa hér.
- Leiðir 5 og 15 á leið austur stoppa hér.
- Bráðabirgðastoppistöð C – staðsett á Rauðarárstíg við lögreglustöðina.
- Leiðir 2, 4 og 18 stoppa hér.