Pogba á forsíðu AS í morgun: „Þegiðu og spilaðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba á forsíðu AS. Forsíða AS Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira