Richard kann íslensku og 50 önnur tungumál Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. ágúst 2019 06:30 Richard Simcott leggur nú stund á japönsku. Fréttablaðið/Ernir „Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég lærði íslensku á námskeiði við Háskóla Íslands fyrir sex árum en hef ekki talað hana lengi og því þurfti ég að rifja tungumálið upp,“ segir Richard Simcott. Að sögn Richards tók það hann einungis um viku að geta spjallað við fólk. Framburður hans heyrist vera ekki ósvipaður og hjá útlendingum sem búið hafa um talsvert skeið hérlendis. Richard segist skilja íslensku betur en hann tali hana. Þá getur hann einnig skrifað á íslensku. „Ég lærði sænsku fyrst og þess vegna var þetta ekki mjög erfitt,“ segir hann. „Ég talaði samt betri íslensku áður.“ Vanalega getur Richard lært nýtt tungumál frá grunni á þremur mánuðum en það getur farið niður í einn mánuð ef hann kann fyrir svipað tungumál. Richard, sem er breskur, er nýkominn frá Makedóníu en þaðan er eiginkona hans. Eiga þau saman unga dóttur sem einnig hefur lært mörg tungumál. „Ég og konan mín tölum saman á makedónsku. Við dóttur mína tala ég frönsku, þýsku, spænsku og ensku,“ segir Richard. Hann starfar hjá fyrirtækinu The Social Element sem sér um samfélagsmiðlaherferðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tungumálakunnátta hans hefur nýst honum vel á því sviði. Richard lærir tungumál eins og flestir aðrir, með námskeiðum og endurteknum æfingum. „Besta leiðin til að læra er samt að tala við fólk. Ef ég tala ekki tungumálið getur kunnáttan tapast niður,“ segir hann. Fimm ára lærði Richard frönsku og skömmu síðar velsku, en hann ólst upp við mörk Englands og Wales. „Það næsta sem ég lærði var spænska og í háskóla lærði ég finnsku, portúgölsku og ítölsku.“ Síðan bættust tungumálin við hvert af öðru. „Alls hef ég lært meira en 50 tungumál og ég get núna talað 25,“ segir Richard. Má þar til dæmis nefna albönsku, kínversku, tyrknesku og esperanto. Núna leggur Richard stund á japönsku og er á leið til borgarinnar Fukuoka í október. Þar mun hann stýra margtyngis (polyglot) ráðstefnu í sjöunda skipti. Árið 2017 var ráðstefnan haldin í Hörpu í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira