Brotum fækkar á milli ára Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 04:00 Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. „Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Ég vona að helgin verði áfallalaus og það verði engin brot um helgina,“ segir Hrönn Stefánsdóttir verkefnastjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Við viljum að það komi skýrt fram að mótttakan er opin eins og alltaf alla helgina hér og á Akureyri. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn víða um land, til dæmis í Vestmannaeyjum reiðubúnir til þess að taka á móti fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ ítrekar Hrönn. Móttakan stendur öllum til boða sem þangað leita, bæði konum og körlum án tilvísunar. Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis. Hrönn segir brotum á útihátíðum hafi fækkað síðustu ár. „Ég tel það vera vegna þess að á þessum árstíma er meiri umræða, fræðsla og gæsla.“ Að auki nefnir Hrönn að færri þolendur hafi leitað til neyðarmóttökunnar í ár yfir sumartímann. Fækkunin er umtalsverð og Hrönn rekur það til aukinnar fræðslu til ungs fólks. „Í fyrra voru 43 mál frá júní til ágúst, nú eru þau 23. Það er nærri því helmingsminnkun. Ég trúi því að fækkunin sé vegna aukinnar og góðrar fræðslu til ungs fólks og opinnar umræðu en ekki vegna minnkandi trausts á neyðarmóttökunni,“ segir Hrönn. Mikilvægar upplýsingar fyrir brotaþola:Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá neyðarmóttökunni.Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot.Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.Hægt er að fá upplýsingar um næstu skref hvar sem fólk er statt á landinu. Þá er hægt að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna. Hægt er að hringja í síma: 543 1000 Aðalskiptiborð Landspítala543 2000 Afgreiðsla bráðamóttöku Landspítala543 2094 Neyðarmóttakan á dagvinnutíma543 2085 Áfallamiðstöð Landspítala
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira