Fá milljónagreiðslur fyrir hátíð sem fór í vaskinn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2019 11:53 Söngkonan Miley Cyrus átti að koma fram á Woodstock 50. Vísir/Getty Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína. Bandaríkin Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Listamenn á borð við Jay-Z, Miley Cyrus, Imagine Dragons, Chance the Rapper og the Killers eiga von á vænni summu fyrir tónlistarhátíðina Woodstock 50. Tónlistarhátíðin átti að fara fram rétt fyrir utan Baltimore seinna í mánuðinum en var aflýst í fyrradag. Tónlistarhátíðin átti að fara fram í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá Woodstock hátíðinni árið 1969. Á meðal þeirra sem áttu upphaflega að koma fram voru Santana, John Sebastian og Country Joe McDonald sem komu öll fram á hátíðinni 1969. Í vikunni tilkynnti söngkonan Miley Cyrus að hún myndi ekki koma fram eftir að the Lumineers og þríeykið sem kom fram á upprunalegu hátíðinni hættu við tónleika sína. Var gripið til þeirra ráða að stytta hátíðina um einn dag og voru tónleikahaldarar staðráðnir í því að gefast ekki upp. Í fyrradag var svo ljóst að ekkert yrði af hátíðinni. Samkvæmt heimildum Variety fengu margir listamenn greitt fyrir fram og bárust greiðslurnar í maímánuði. Eru greiðslurnar sagðar nema um 32 milljónum Bandaríkjadala. Í tilkynningu frá hátíðinni lögðu skipuleggjendur til að tónlistarmennirnir myndu gefa tíu prósent launa sinna til góðgerðasamtakanna HeadCount sem vinnur að því að koma fólki á kjörskrá. Samtökin hafa náð að fá sex hundruð þúsund manns til þess að skrá sig á kjörskrá á hinum ýmsu tónleikum og í gegnum vefsíðu sína.
Bandaríkin Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp