Næstbesti kosturinn Logi Einarsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar