Segist ekki hafa verið að mótmæla þegar hún var handtekin: „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 16:33 Elínborg Harpa segist ekki hafa verið að mótmæla. Stöð 2 Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrirhuguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. Hún segir í samtali við Vísi ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. „Þetta kom þannig til að ég er á pride og er skreytt og er með bleikan klút og grímu,“ segir Elínborg og bætir því við að algengt sé að fólk hylji andlit sitt með grímum eða glimmeri í Gleðigöngunni. „Ég var að hlaupa niður Skólavörðustíg því ég var að flýta mér að hitta vini mína. Ég hélt á litlu pappaspjaldi sem á stóð „queer liberation.“ Svona skilti eru líka mjög algeng í göngunni.“ Hún hafi síðan gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Lögreglumennirnir hafi bent henni á að fara út af svæðinu, auk þess sem þeir hafi sagt henni að taka af sér grímuna. Hún segir lögreglumennina hafa sagt að þeir þekktu til hennar og að hún væri „alltaf með vesen.“ Þeir hafi síðan bent henni á að vera ekki að mótmæla. Elínborg segist þá hafa reynt að útskýra fyrir lögreglumönnunum að hún hygðist ekki mótmæla, heldur væri hún á leið til fundar við vini sína. „Ég tek af mér grímuna og læt þá hafa hana. Þá spurðu þeir mig um skilríki,“ segir Elínborg. Hún segist þá hafa tjáð lögreglumönnunum að hún gæti tæplega náð í skilríki í töskuna sína á meðan þeir héldu báðum höndum hennar, sem hún segir þá hafa gert. „Ég reyni líka að taka upp símann minn til þess að byrja að taka upp, af því ég vissi alveg hvað var að fara að gerast. Þeir sögðu mér síðan að stíga með sér til hliðar.“Það var margt um manninn í Gleðigöngunni í dag.Vísir/Jóhann K.Elínborg segist ekki hafa viljað stíga til hliðar, heldur hafi henni fundist gott að fólk sæi það sem ætti sér stað. „Upp úr því spinnst þetta. Ég bið þá að taka mig ekki til hliðar en þeir gera það samt. Ég reyni þá aftur að taka upp símann til þess að hringja í stjórn Hinsegin daga, þar sem búið var að semja um nærveru lögreglunnar, að hún ætti ekki að vera svona mikil, hvað þá að þeir ættu að handtaka hinsegin fólk.“ „Þá er bara ráðist á mig, mér skellt í jörðina og ég tekin inn í bíl,“ segir Elínborg og bætir við að þegar þarna hafi verið komið við sögu hafi hún þegar verið komin á hnén.„Ekki standa þarna og ekki gera þetta og farðu þangað“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Elínborg hefur verið handtekin en hún segist sjaldnast hafa unnið sér nokkuð til saka þegar lögreglan hefur haft afskipti af henni. „Þetta er alltaf bara eitthvað svona, „Ekki standa þarna og ekki gera þetta og farðu þangað.“ Ég veit ekki hvað ég á að gera, hvort ég eigi alltaf að vera með hendur uppi, bundið fyrir munninn og ekkert í vösunum,“ segir Elínborg. Ástæðan sem lögreglan gefur upp fyrir handtökunni er að Elínborg hafi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Hún segist þó hafa fylgt fyrirmælum þeirra bæði hvað varðar grímuna og framvísun skilríkja. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ segir Elínborg sem segir lögregluna ekki hafa haft heimild til þess að gera símann upptækan. „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi, bara fyrir hver þú ert, ekki fyrir eitthvað sem þú ert að gera,“ segir Elínborg og vísar þar til orða eins lögreglumannsins um að hann þekkti til hennar og hún væri „alltaf með vesen.“ Elínborg var síðan færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem henni var sleppt með þeim varnaðarorðum að hún skyldi ekki reyna að mótmæla frekar í kring um Gleðigönguna, annars fengi hún ekki að „njóta hátíðarinnar.“Ætlaði ekki að mótmæla Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Fyrr í dag ræddi Vísir við Jóhann Karl Þórisson, þar sem hann sagði Elínborgu hafa mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekin í Gleðigöngunni Kona var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga í miðborg Reykjavíkur nú síðdegis. 17. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Konan sem var handtekin á Gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur í dag er Elínborg Harpa Önundardóttir en hún er meðal annars meðlimur samtakanna No Borders Iceland. Hún segir engin mótmæli hafa verið fyrirhuguð, hvorki af sinni hálfu né No Borders-samtakanna. Hún segir í samtali við Vísi ekkert hafa legið að baki því að hún hafi verið handtekin, annað en það að lögreglan kannaðist við hana. „Þetta kom þannig til að ég er á pride og er skreytt og er með bleikan klút og grímu,“ segir Elínborg og bætir því við að algengt sé að fólk hylji andlit sitt með grímum eða glimmeri í Gleðigöngunni. „Ég var að hlaupa niður Skólavörðustíg því ég var að flýta mér að hitta vini mína. Ég hélt á litlu pappaspjaldi sem á stóð „queer liberation.“ Svona skilti eru líka mjög algeng í göngunni.“ Hún hafi síðan gengið í flasið á fjórum lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Lögreglumennirnir hafi bent henni á að fara út af svæðinu, auk þess sem þeir hafi sagt henni að taka af sér grímuna. Hún segir lögreglumennina hafa sagt að þeir þekktu til hennar og að hún væri „alltaf með vesen.“ Þeir hafi síðan bent henni á að vera ekki að mótmæla. Elínborg segist þá hafa reynt að útskýra fyrir lögreglumönnunum að hún hygðist ekki mótmæla, heldur væri hún á leið til fundar við vini sína. „Ég tek af mér grímuna og læt þá hafa hana. Þá spurðu þeir mig um skilríki,“ segir Elínborg. Hún segist þá hafa tjáð lögreglumönnunum að hún gæti tæplega náð í skilríki í töskuna sína á meðan þeir héldu báðum höndum hennar, sem hún segir þá hafa gert. „Ég reyni líka að taka upp símann minn til þess að byrja að taka upp, af því ég vissi alveg hvað var að fara að gerast. Þeir sögðu mér síðan að stíga með sér til hliðar.“Það var margt um manninn í Gleðigöngunni í dag.Vísir/Jóhann K.Elínborg segist ekki hafa viljað stíga til hliðar, heldur hafi henni fundist gott að fólk sæi það sem ætti sér stað. „Upp úr því spinnst þetta. Ég bið þá að taka mig ekki til hliðar en þeir gera það samt. Ég reyni þá aftur að taka upp símann til þess að hringja í stjórn Hinsegin daga, þar sem búið var að semja um nærveru lögreglunnar, að hún ætti ekki að vera svona mikil, hvað þá að þeir ættu að handtaka hinsegin fólk.“ „Þá er bara ráðist á mig, mér skellt í jörðina og ég tekin inn í bíl,“ segir Elínborg og bætir við að þegar þarna hafi verið komið við sögu hafi hún þegar verið komin á hnén.„Ekki standa þarna og ekki gera þetta og farðu þangað“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Elínborg hefur verið handtekin en hún segist sjaldnast hafa unnið sér nokkuð til saka þegar lögreglan hefur haft afskipti af henni. „Þetta er alltaf bara eitthvað svona, „Ekki standa þarna og ekki gera þetta og farðu þangað.“ Ég veit ekki hvað ég á að gera, hvort ég eigi alltaf að vera með hendur uppi, bundið fyrir munninn og ekkert í vösunum,“ segir Elínborg. Ástæðan sem lögreglan gefur upp fyrir handtökunni er að Elínborg hafi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Hún segist þó hafa fylgt fyrirmælum þeirra bæði hvað varðar grímuna og framvísun skilríkja. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ segir Elínborg sem segir lögregluna ekki hafa haft heimild til þess að gera símann upptækan. „Það er ógeðslega sárt að vera hinsegin og vera tekin á þessum degi, bara fyrir hver þú ert, ekki fyrir eitthvað sem þú ert að gera,“ segir Elínborg og vísar þar til orða eins lögreglumannsins um að hann þekkti til hennar og hún væri „alltaf með vesen.“ Elínborg var síðan færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem henni var sleppt með þeim varnaðarorðum að hún skyldi ekki reyna að mótmæla frekar í kring um Gleðigönguna, annars fengi hún ekki að „njóta hátíðarinnar.“Ætlaði ekki að mótmæla Samkvæmt heimildum Vísis höfðu lögreglu borist ábendingar um að hópur aktívista ætlaði sér að leggjast fyrir Gleðigönguna í mótmælaskyni. Af því skýrðist aukinn viðbúnaður lögreglu. Elínborg þvertekur fyrir að hafa ætlað sér að taka þátt í hvers kyns mótmælum og vísar því alfarið á bug að No Borders hafi skipulagt slík mótmæli. Fyrr í dag ræddi Vísir við Jóhann Karl Þórisson, þar sem hann sagði Elínborgu hafa mótmælt við gönguna og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Því hafi hún verið handtekin.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Handtekin í Gleðigöngunni Kona var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga í miðborg Reykjavíkur nú síðdegis. 17. ágúst 2019 14:21 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Handtekin í Gleðigöngunni Kona var handtekinn í Gleðigöngu Hinsegin daga í miðborg Reykjavíkur nú síðdegis. 17. ágúst 2019 14:21