Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 13:41 Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins. Vísir/Vilhelm Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tugum milljóna króna. Þegar hafa verið greiddar 24 milljónir króna, ógreiddur kostnaður nemur tæpum tíu milljónum króna og er ekki talinn með kostnaður á undirbúningsstigi, til dæmis laun til aðila sem sátu í hæfnisnefnd. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Helga Vala spurðist fyrir um málið þann 25. mars og er svar ráðherra birt á vef Alþingis í dag. Kostnaðurinn fólst í 9,5 milljóna króna greiðslu vegna aðkeyptrar lögmannsþjónustu vegna bótamála Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar gegn íslenska ríkinu. Ástráður og Jóhannes Rúnar voru meðal hinna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipti út af lista hæfisnefndar. Málskostnaður í málum fyrrnefndra tveggja umsækjenda var 3,6 milljónir króna. Við bættust 1,2 milljónir í málum Jóns Höskuldssonar og Eiríks Jónssonar, sem sömuleiðis var skipt út af listanum, og rúmlega 500 þúsund króna kostnaður vegna áfrýjunar þeirra máls til Landsréttar. Þá þarf ríkið að greiða 15 þúsund evrur, um tvær milljónir króna, vegna máls sem íslenska ríkið tapaði fyrir Landsrétti. Um var að ræða mál manns sem dæmdur var í Landsrétti en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi mannsins, taldi ekki mark takandi á dómi Landsréttar þar sem hann hefði verið ólöglega skipaður. Á það féllst Mannréttindadómstóllinn en ríkið skaut málinu til yfirdeildar dómstólsins og eru milljónirnar tvær því ógreiddar að svo stöddu. Miskabætur eða sáttagreiðslur í málum fyrrnefndra fjögurra nema á fjórðu milljón króna en um var að ræða sátt. Þá eru ógreiddar skaðabætur til Jóns Höskuldssonar fjórar milljónir króna auk þess sem mál Eiríks sæti áfrýjun en skaðabótakrafa var viðurkennd fyrir héraðsdómi. Sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis námu samanlagt 4,4 milljónum króna. Þýðing á dómi Mannréttindadómstólsins kostaði 1,1 milljón króna. „Hér er ótalinn kostnaður af starfi dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara og starfsmanns hennar, kostnaður vegna auglýsinga og annar slíkur kostnaður sem til féll á undirbúningsstigi,“ segir í svari ráðherra. „Samantekið er heildarkostnaður sem íslenska ríkið hefur þegar greitt vegna skipunar dómara við Landsrétt, og talinn er upp í fyrirspurn þessari, 23.396.931 kr. Til viðbótar er ógreiddur dæmdur málskostnaður og bætur fyrir íslenskum dómstólum að upphæð 7.500.000 kr. þar sem umrædd mál sæta áfrýjun. Þá er ógreiddur dæmdur málskostnaður fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, 15.000 evrur, þar sem óskað hefur verið eftir því að yfirdeild taki málið til endurskoðunar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46