Auðlindahagkerfið Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun