Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn.
Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag. Kafararnir lögðu af stað með slöngubát og annan búnað nú síðdegis en gert er ráð fyrir að leitað verði fram í myrkur.
Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag.
Kafarar Landhelgisgæslunnar kallaðir út til leitar

Tengdar fréttir

Hlé gert á leit í kvöld en sérsveitarmenn ræstir út á morgun
Hlé hefur verið gert á leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn um helgina.

Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni
Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag.

Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari
Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs.