Samráðsmál Byko fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2019 15:41 Byko var dæmt til að greiða 325 milljónir króna í sekt. Fréttablaðið/Ernir Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna samráðsmáls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 milljónir króna. Byko áfrýjaði málinu til Landsréttar sem lækkaði sekt Byko í 325 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að rétturinn teldi að þegar brot Byko á samkeppnislögum væru metin heildstætt yrði að leggja til grundvallar að um væri að ræða alvarleg brot sem beindust gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin hefðu verið framin af ásetningi. Lækkun Landsréttar á 400 milljóna króna sektinni sem ákveðin var í héraðsdómi byggði meðal annars á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið telji að Landsréttur hafi ekki beitt banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði með réttum hætti. Þá telur eftirlitið að sú sekt sem Landsréttur taldi hæfilega byggi á röngum forsendum og tryggi ekki nægjanleg varnaðaráhrif. Sökum þessa óskaði Samkeppniseftirlitið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hefur Hæstiréttur nú samþykkt þá beiðni Samkeppniseftirlitsins.Múrbúðin leitaði til Samkeppniseftirlitsins Aðdragandi málsins er sá að í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða verðsamráð á mikilvægum byggingavörum. Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónum króna. Héraðsdómur taldi hins vegar brotin mun alvarlegri og hækkaði sekt Byko að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Féllst héraðsdómur einnig á það með eftirlitinu að Byko hefði brotið gegn banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði. Dómsmál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24 Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hæstirréttur hefur veitt Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi vegna samráðsmáls eftirlitsins gegn Byko. Þann 14. júní staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljóna króna sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 milljónir króna. Byko áfrýjaði málinu til Landsréttar sem lækkaði sekt Byko í 325 milljónir króna. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að rétturinn teldi að þegar brot Byko á samkeppnislögum væru metin heildstætt yrði að leggja til grundvallar að um væri að ræða alvarleg brot sem beindust gegn mikilsverðum hagsmunum neytenda. Brotin hefðu verið framin af ásetningi. Lækkun Landsréttar á 400 milljóna króna sektinni sem ákveðin var í héraðsdómi byggði meðal annars á því að Landsréttur féllst ekki á það með Samkeppniseftirlitinu að Byko hefði einnig brotið gegn EES-samningnum. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að eftirlitið telji að Landsréttur hafi ekki beitt banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði með réttum hætti. Þá telur eftirlitið að sú sekt sem Landsréttur taldi hæfilega byggi á röngum forsendum og tryggi ekki nægjanleg varnaðaráhrif. Sökum þessa óskaði Samkeppniseftirlitið eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hefur Hæstiréttur nú samþykkt þá beiðni Samkeppniseftirlitsins.Múrbúðin leitaði til Samkeppniseftirlitsins Aðdragandi málsins er sá að í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða verðsamráð á mikilvægum byggingavörum. Málið hófst þegar Múrbúðin snéri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko kærðu ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í október 2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði og brotið gegn samkeppnislögum. Hins vegar féllst nefndin ekki á að ákvæði EES-samningsins hefðu verið brotin. Einnig taldi nefndin að brot Byko hafi ekki verið jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið lagði til grundvallar. Taldi nefndin því hæfilegt að lækka sekt Byko úr 650 milljónum króna í 65 milljónum króna. Héraðsdómur taldi hins vegar brotin mun alvarlegri og hækkaði sekt Byko að kröfu Samkeppniseftirlitsins. Féllst héraðsdómur einnig á það með eftirlitinu að Byko hefði brotið gegn banni EES samningsins við samkeppnishamlandi samráði.
Dómsmál Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24 Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24 Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53
BYKO áfrýjar til Landsréttar Í tilkynningu segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt. 17. maí 2018 19:24
Staðfesti að Byko hafi framið alvarleg samkeppnisbrot en lækkaði sektina Landsréttur staðfesti í dag með dómi sínum að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. 14. júní 2019 17:24
Héraðsdómur hækkaði sekt Byko um 335 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 milljónir króna sekt hæfilega. 16. maí 2018 16:00