Vaktaðir allan sólarhringinn Benedikt Bóas skrifar 12. ágúst 2019 11:00 Sead Kolasinac og Mesut Özil eru orðnir skotspónn gengja í Norður-London. NordicPhotos/Getty Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar. Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar.
Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira