„Sena! Þetta er stórskita!“ Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 21:02 Tónleikagestir bíða eftir Ed Sheeran í kvöld. Þrjátíu þúsund manns eru nú staddir í Laugardalnum að hlýða á ljúfa tóna söngvarans. Vísir/vilhelm ATH: Í þessari frétt er að finna myndbandsupptöku þar sem rætt er við gesti tónleika Ed Sheeran og Rúnar Frey Gíslason, verkefnisstjóra Senu, við Laugardalsvöll. Í viðtalinu var rætt við Rúnar Frey um langa röð sem myndaðist við Laugardalsvöll en í upptökunni af viðtalinu vantar því miður sjö sekúndur þar sem Rúnar Freyr gengst við því að Sena bæri að hluta ábyrgð á þessari löngu röð. Vísir biðst velvirðingar á því að það hafi vantað í upptökuna en þessum skilaboðum Rúnars Freys hefur verið komið til skila í uppfærðri útgáfu af fréttinni. Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. Röðin hlykkjaðist á tímabili rúman kílómetra frá tónleikasvæðinu, allt að Glæsibæ og út að Álfheimum. Skipuleggjandi segir biðina m.a. skýrast af því að tónleikagestir hafi stillt sér upp í vitlausri röð. Tónleikagesturinn Emil þurfti að bíða í röðinni í um einn og hálfan klukkutíma í kvöld og komst loksins inn á tónleikasvæðið um áttaleytið. Þá náði röðin upp í Álfheima. Emil kvaðst afar óánægður með skipulagið en hann hafði á þessum tímapunkti misst af nokkrum upphitunaratriðum. „Þetta er ömurlegt skipulag, það verður að segjast eins og er. […] Sena! Þetta er stórskita!“ Þá náði blaðamaður Vísis tali af tónleikagestum sem enn biðu eftir því að komast inn á tónleikasvæðið nú á níunda tímanum. Eyþór Smári Þorbjörnsson mætti í röðina um klukkan hálf sjö. Hann stóð enn í henni þegar hún var sem lengst í kvöld en kvaðst ekki sérstaklega pirraður á ástandinu. „Ég var mjög pirraður áðan en svo þegar bjórarnir fóru að hrynja í mig varð ég sáttari með þetta.“ Eyþór kom inn í röðina við Glæsibæ og beindi því til skipuleggjenda að huga betur að skipulagi á tónleikunum á morgun. „Þeir mega aðeins girða sig í brók og laga skipulagið fyrir morgundaginn.“ Eyþór Smári Þorbjörnsson.Vísir/gígja Ragnhildur Sara Arnarsdóttir stillti sér einnig upp í röðinni klukkan hálf sjö og var þar enn á níunda tímanum. Hún sagðist hafa þurft ganga um tuttugu mínútur frá tónleikasvæðinu út að enda raðarinnar við Glæsibæ. „Þetta var frekar glatað,“ sagði Ragnheiður. Hún kvaðst hefðu viljað fá skýrari upplýsingar frá skipuleggjendum um það hvernig hleypt yrði inn á tónleikana. Tónleikagestirnir Elma og Fanney furðuðu sig einnig á skipulaginu. „Við erum ekki pirraðar en þetta er mjög skrýtið.“ Þær sögðust nýkomnar af 150 þúsund manna tónleikum í Póllandi þar sem ekki hefði verið nándar nærri því eins löng bið inn á svæðið. „Það á ekki að vera bara einn inngangur.“ Eins og áður segir byrjaði allt að ganga töluvert hraðar fyrir sig nú á níunda tímanum. Ed Sheeran stígur á svið klukkan níu samkvæmt dagskrá en flestir tónleikagestir eru komnir inn á tónleikasvæðið. Elma og Fanney furðuðu sig á skipulaginu.Vísir/Gígja Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live og einn af skipuleggjendum tónleikanna, sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að röðin hefði vissulega verið löng. Það skýrðist m.a. af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðsröðinni en bætti við að það væri margt sem Sena hefði mátt gera betur. „En ein af skýringunum er sú að fólk fór í vitlausa röð þótt að merkingar hefðu verið mjög áberandi og út um allt, þá er fólk þannig að það eltir aðra og heldur að það eigi að gera það sama og hinir. Þetta eru þrír hópar, gamla stúkan, nýja stúkan og stæði. Og það er ljóst að sumir sem ætluðu í stúku voru í stæðisröðinni og svo framvegis. En það er eflaust margt sem hefði mátt betur fara og Við hefðum örugglega geta gert hlutina betur. “ sagði Rúnar Freyr. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá fréttamennina Elísabetu Ingu Sigurðardóttur og Véstein Örn Pétursson ræða við skipuleggjanda, gesti og gangandi á tónleikunum í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Hver mínúta með Ed Sheeran dásamleg Hafrún Ósk Sigurhansdóttir varð heldur betur undrandi þegar hún tók upp jólagjöf frá eiginmanninum 2017. Þar leyndist ferð til Dyflinnar á tónleika með stórstjörnunni Ed Sheeran. Í kvöld fær hún að upplifa þá aftur. 10. ágúst 2019 09:30 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
ATH: Í þessari frétt er að finna myndbandsupptöku þar sem rætt er við gesti tónleika Ed Sheeran og Rúnar Frey Gíslason, verkefnisstjóra Senu, við Laugardalsvöll. Í viðtalinu var rætt við Rúnar Frey um langa röð sem myndaðist við Laugardalsvöll en í upptökunni af viðtalinu vantar því miður sjö sekúndur þar sem Rúnar Freyr gengst við því að Sena bæri að hluta ábyrgð á þessari löngu röð. Vísir biðst velvirðingar á því að það hafi vantað í upptökuna en þessum skilaboðum Rúnars Freys hefur verið komið til skila í uppfærðri útgáfu af fréttinni. Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. Röðin hlykkjaðist á tímabili rúman kílómetra frá tónleikasvæðinu, allt að Glæsibæ og út að Álfheimum. Skipuleggjandi segir biðina m.a. skýrast af því að tónleikagestir hafi stillt sér upp í vitlausri röð. Tónleikagesturinn Emil þurfti að bíða í röðinni í um einn og hálfan klukkutíma í kvöld og komst loksins inn á tónleikasvæðið um áttaleytið. Þá náði röðin upp í Álfheima. Emil kvaðst afar óánægður með skipulagið en hann hafði á þessum tímapunkti misst af nokkrum upphitunaratriðum. „Þetta er ömurlegt skipulag, það verður að segjast eins og er. […] Sena! Þetta er stórskita!“ Þá náði blaðamaður Vísis tali af tónleikagestum sem enn biðu eftir því að komast inn á tónleikasvæðið nú á níunda tímanum. Eyþór Smári Þorbjörnsson mætti í röðina um klukkan hálf sjö. Hann stóð enn í henni þegar hún var sem lengst í kvöld en kvaðst ekki sérstaklega pirraður á ástandinu. „Ég var mjög pirraður áðan en svo þegar bjórarnir fóru að hrynja í mig varð ég sáttari með þetta.“ Eyþór kom inn í röðina við Glæsibæ og beindi því til skipuleggjenda að huga betur að skipulagi á tónleikunum á morgun. „Þeir mega aðeins girða sig í brók og laga skipulagið fyrir morgundaginn.“ Eyþór Smári Þorbjörnsson.Vísir/gígja Ragnhildur Sara Arnarsdóttir stillti sér einnig upp í röðinni klukkan hálf sjö og var þar enn á níunda tímanum. Hún sagðist hafa þurft ganga um tuttugu mínútur frá tónleikasvæðinu út að enda raðarinnar við Glæsibæ. „Þetta var frekar glatað,“ sagði Ragnheiður. Hún kvaðst hefðu viljað fá skýrari upplýsingar frá skipuleggjendum um það hvernig hleypt yrði inn á tónleikana. Tónleikagestirnir Elma og Fanney furðuðu sig einnig á skipulaginu. „Við erum ekki pirraðar en þetta er mjög skrýtið.“ Þær sögðust nýkomnar af 150 þúsund manna tónleikum í Póllandi þar sem ekki hefði verið nándar nærri því eins löng bið inn á svæðið. „Það á ekki að vera bara einn inngangur.“ Eins og áður segir byrjaði allt að ganga töluvert hraðar fyrir sig nú á níunda tímanum. Ed Sheeran stígur á svið klukkan níu samkvæmt dagskrá en flestir tónleikagestir eru komnir inn á tónleikasvæðið. Elma og Fanney furðuðu sig á skipulaginu.Vísir/Gígja Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live og einn af skipuleggjendum tónleikanna, sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að röðin hefði vissulega verið löng. Það skýrðist m.a. af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðsröðinni en bætti við að það væri margt sem Sena hefði mátt gera betur. „En ein af skýringunum er sú að fólk fór í vitlausa röð þótt að merkingar hefðu verið mjög áberandi og út um allt, þá er fólk þannig að það eltir aðra og heldur að það eigi að gera það sama og hinir. Þetta eru þrír hópar, gamla stúkan, nýja stúkan og stæði. Og það er ljóst að sumir sem ætluðu í stúku voru í stæðisröðinni og svo framvegis. En það er eflaust margt sem hefði mátt betur fara og Við hefðum örugglega geta gert hlutina betur. “ sagði Rúnar Freyr. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá fréttamennina Elísabetu Ingu Sigurðardóttur og Véstein Örn Pétursson ræða við skipuleggjanda, gesti og gangandi á tónleikunum í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Hver mínúta með Ed Sheeran dásamleg Hafrún Ósk Sigurhansdóttir varð heldur betur undrandi þegar hún tók upp jólagjöf frá eiginmanninum 2017. Þar leyndist ferð til Dyflinnar á tónleika með stórstjörnunni Ed Sheeran. Í kvöld fær hún að upplifa þá aftur. 10. ágúst 2019 09:30 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Hver mínúta með Ed Sheeran dásamleg Hafrún Ósk Sigurhansdóttir varð heldur betur undrandi þegar hún tók upp jólagjöf frá eiginmanninum 2017. Þar leyndist ferð til Dyflinnar á tónleika með stórstjörnunni Ed Sheeran. Í kvöld fær hún að upplifa þá aftur. 10. ágúst 2019 09:30
Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38